Örvitinn

táraflóð

Ég kom heim um hálf níu í gærkvöldi og horfði á síðustu 15-20 mínúturnar af ER. Í þættinum var Green að deyja úr heilakrabbameini.

Ég held ég hljóti að hafa kvefast og fengið augnsýkingu á sama tíma því ég grét eins og smábarn :-)

Rosalega misjafnt hvað mér finnst sorglegt í sjónvarpi og kvikmyndum en þessi þáttur var alveg ótrúlegur. Við hjónin hlógum líka bæði þegar þátturinn var búinn og við gátum jafnað okkur.

Ég hef ekkert verið að horfa á ER hingað til sem gerir þetta ennþá sérstakara. En samt áhugavert hvernig hægt er að nota einfalda tækni til að skapa tilfinningar, í þessu tilviki sorg. Það er bókstaflega hægt að spila á mann eins og hljóðfæri.

dagbók
Athugasemdir

Ólafur - 20/02/03 12:34 #

Voðalega eru menn orðnir mjúkir, hágrenja yfir amerískri sápuóperuþvælu. (Verð reyndar að játa að sjálfur fékk ég einhvern sand eða eitthvað í augun þegar ég horfði á þennan tiltekna þátt, en það er önnur saga) Stöndum vörð um tippið,við erum karlmenn, er það ekki annars.

Gyða - 20/02/03 16:39 #

æ mér fannst þetta voðalega sætt að sitja hlið við hlið og væla smá saman :-) Konur eru svo hrifnar af mjúkum mönnum ja allavegana svona í hófi ;-) Gyða