Örvitinn

fréttir

Kaffiboð hjá Stebba mág í gær í tilefni þrítugsafmælis, afmælisteiti af sama tilefni á laugardaginn.

Horfðum á síðari hálfleik í leik Auxerre - Liverpool eftir boðið. Liverpool sigraði 1-0 en áttu það varla skilið.

Í kvöld spilar stórlið Henson æfingaleik móti Víði Garði í knattspyrnuhöllinni Reykjanesbæ. Það verður áhugavert. Veit ekki hvernig þetta kom til, en ég geri ráð fyrir að leikmenn Víðis verði að minnsta kosti í langtum betra formi en við. Við þurfum nú ekkert að skíttapa þessu en maður veit aldrei hvað gerist.

Var að myndskreyta enchilada ala Dagmar uppskriftina.

Fór út í apótek áðan og leitaði ráða hjá stúlkunum þar. Málið er að ég er alltaf að rífa upp á mér vinstra hnéð við það að spila fótbolta á gervigrasi. Völlurinn sem við erum að spila á í kvöld er svo þekktur fyrir að vera gróðarstýja allskonar sýkla. Málið með þessa nýju grasvelli er að hrákinn og horið situr víst bara í þeim. Menn hafa því verið að fá sýkingar í sár og allskonar læti.

Fór út með vaselín og sótthreinsandi krem. Ætla að skella vaselín á hnéð á mér fyrir leik í þeirri vona að það komi í veg fyrir að ég rífi upp hnéð og sótthreinsandi eftir á ef svo illa færi að ég fái meiddi.

Held það vekji lukku þegar ég dreg vaselín krukkuna upp í búningsklefanum fyrir leik.

dagbók