Örvitinn

Ómar og kárahnjúkar

Ég sé ekki betur en að annálaskrifarar landsins séu margir hverjir alveg að missa sig eftir að hafa horft á þátt Ómars Ragnarssonar um Kárahnjúka.

En er eitthvað skárra að Ómar Ragnarsson geri þátt um Kárahnjúka og umhverfismál heldur en að Hannes Hólmsteinn Gissurarson geri þátt um sögu síðustu aldar? Er Ómar Ragnarsson allt í einu orðinn hlutlaus fréttamaður þegar kemur að umhverfismálum?

Besta móment þáttarins í gær var tvímælalaust þegar Ómar sýndi þekju af vindmyllum í Ameríku. Vindmyllur í allar áttir út fyrir sjóndeildarhring og þulurinn sagði eitthvað í þessa áttina: "það er hægt að virkja meira en vatn"

Mér Þótti lítil prýði af þessum vindmyllum og afskaplega pössuðu þær illa inn í landslagið.

umhverfið
Athugasemdir

Erna - 24/02/03 14:19 #

Ég sá sko ekki þennan þátt Ómars. Ég er alin upp fyrir austan og finnst þetta bara svo fjandi sorglegt. Það þarf ekki Ómar Ragnarsson til þess að ég fari að hugsa. Ég bý ekki einu sinni á Íslandi. En svona rugl er einmitt hlutur sem fær mann til þess að langa alls ekki til að flytja aftur heim. Þegar maður sér hvað landar manns eru skammsýnt fólk.

Matti Á. - 24/02/03 15:44 #

Æi ég las þetta náttúrulega ekki nógu vel, sé það að sjálfsögðu núna að þú vísar ekkert í þáttinn sjálfan.

Ég virði alveg sjónarmið þeirra sem eru á móti virkun og álveri. Mér fannst bara fyndið að sjá hversu mörgum varð heitt í hamsi eftir að hafa horft á þátt Ómars.

Mér þótti þátturinn ágætur, þar til ég gafst upp og fór að sofa :-)

ps. prófaði að pinga færsluna hjá þér... bara til að sjá það virka.

Hr. Muzak - 24/02/03 16:32 #

Ég var nú sjálfur ekki að skrifa í kjölfar Þáttar Ómars, heldur í kjölfar fréttar af flokksþingi framsóknarflokksins, þar sem Valgerður hreinlega sagði að friðlýsingar væru orðin tóm og bara upp á skraut og tímabundnar, enda myndu menn aflétta friðlýsingum um leið og ljóst væri að hægt væri að vinna orku eða önnur "verðmæti" úr landinu.

Matti Á. - 24/02/03 16:37 #

Ef þú setur bendilinn yfir linkinn á þína síðu segi ég einmitt: "og hann er ekkert að tjá sig um þáttinn beint, bíð bara eftir því :)"

Þannig að í raun voru það nú tveir síðustu linkarnir sem benda á umræðu um þennan ágæta þátt.

Valgerður er eflaust bara að stunda póstmódernísk stjórnmál þar sem svart er hvítt og upp er niður. Ég hélt það væri svo móðins í dag :-)

Ég gæti annars fundið mark gáfulegra til að fjárfesta þessum virkjanapeningum í, t.d. framleiðslu tölvuleikja :-)

Hr. Muzak - 24/02/03 21:34 #

eh... ókei :)sorrí að ég misskildi... ekki vanur title tags...

En fyrst við erum að stinga upp á öðrum fjárfestingakostum, gæti ég bent á að það kostaði 150 milljónir að búa til 170 störf með Auði í krafti kvenna, allt störf sem konur vildu sjálfar vinna. Hvað ætli það myndi kosta að búa til 1000 störf á Austfjörðum með sömu taktík, nema bara Auður í krafti Austfirðinga? 200 milljarða og 30% þjóðarinnar í tilfinningasjokki og reiðikasti? Ekki líklegt...

:-) Tölvuleikjahugmyndin er heldur ekki slæm...

Ragnar - 04/03/03 05:12 #

Vil bara bæta því við hérna - Að einn veigamikill munur á því að setja upp 1000 vindmyllur eða reisa Kárahnjúkavirkjun er sá að eftir 100-200 ár (þegar álverið heyrir sögunni til af efnahagslegum, sögulegum og eflaust mörgum öðrum ástæðum) væri hægt að rífa vindmyllurnar niður og leyfa auðninni að njóta sín á ný.

Gangi þeim vel að gera það við Kárahnjúkavirkjun.

Allt fólk með snefil af skynsemi og tilfinningu fyrir framtíðinni hlýtur að komast að þeirri niðurstöðu að þessi framkvæmd sé mistök.

Er ekki hægt að verja 100 milljörðum betur en þetta? Ef þetta er nú eina hugmyndin sem Framsóknarflokkurinn og Davíð hafa, þá er ekki flókið að kjósa í næstu kosningum.