Örvitinn

köllun presta

Ég veit ekki hverjir eru verri. Foreldrarnir sem vilja að ég taki þátt í kostnaðinum við að ferma eða skíra börnin þeirra eða prestarnir sem þurfa að fá aukalega borgað fyrir að sinna prestverkum.

Fyrir hvað nákvæmlega fá þessir prestar borgað? Ég hefði haldið að skírn og ferming væri bara hluti af þeirra skyldustarfi. Eitthvað sem ætlast er til að þeir geri en fjandinn hafi það auðvitað þarf að borga þeim aukalega fyrir að vinna drottins verk. Hafa þessir menn enga köllun?

Helst vildi ég að fermingargjaldið yrði hækkað upp í svona hundrað þúsund krónur til þess að fólk hugsaði sig nú örlítið um áður en það brennimerkir börnin sín. Það gæti þá sleppt því að kaupa græjur eða tölvu handa fermingarbarninu í staðin, ætli krakkarnir yrðu æstir í að láta ferma sig þá?

Frétt af vísi.

Fermingarbörn borga 32 milljónir Foreldrum fermingarbarna er nú að berast rukkun frá sóknarprestum vegna fermingargjalds sem innheimt er af prestunum sjálfum. Er kurr í mörgum foreldrum sem vilja að gjaldið sé innifalið í launum prestanna enda annar kostnaður vegna ferminga ærinn fyrir.
efahyggja