Örvitinn

innréttingarráðgjafinn

Þriðjudaginn í síðustu viku glápti ég á Innlit útlit eins og ég geri gjarnan enda aðdáandi Völu Matt !

Í þættinum fór einhver ráðgjafi með Völu heim til stelpu sem rekur tiska.is

Þær voru kátar og hressar og ræddu um heima og geima. Svo kom að því að Vala spurði ráðgjafann. "Jæja, nú ert þú búin að skoða þetta hjá henni. Hvað hugmyndir hefur þú" (eða eitthvað í þá áttina)

Spekingurinn bendi á loftið yfir stiganum. "Ég tek t.d. eftir því að hér er mjög hátt til lofts og því væri ráðlegt að færa ljósakrónuna hingað". Mér þótti þetta gáfulegt og gerði ráð fyrir því að þetta ætti að vera til þess að laga hlutiföllin þarna inni eða eitthvað álíka arktítektúrlegt. "Þannig komum við í veg fyrir að orkan flæði upp í loft" !!!!

Var þetta þá ekki feng shui ráðgjafi sem hélt áfram að blaðra um chi og jákvæða og neikvæða orku og ég veit ekki hvað. Ég gafst upp og skipti um stöð. Eru engin takmörk fyrir því hverju fólk nennir að trúa ?

efahyggja
Athugasemdir

Eggert - 26/02/03 13:30 #

er ekki málið bara að það er fljótlegra að segja eitthvað svona 'orkan flæðir betur' bull heldur en að fara út í að útskýra eitthvað um hlutföll og eitthvað?

Matti Á. - 26/02/03 13:35 #

nei, ég held það sé ekki málið ;) Í þessu ákveðna tilvik hefði hún ekki þurft að útskýra neitt. Hún hefði getað sagt: "Það kemur betur út" eða "það er flottara" en í staðin fengum við fyrirlestur um orkuflæði og jákvæða og neikvæða orku.

Þetta var bara upphafið á blaðri þessarar konu, það sem á eftir kom var ekki skárra. Hún var víst aftur í Innlit/Útlit í gærkvöldi og hélt þar áfram þessu bulli.

Þó það geti hugsanlega eitthvað skynsamlegt komið frá Feng Shui fræðingum breytir það því ekki að þetta eru bölvað kjaftæði og nákvæmlega engin speki á bak við þetta rugl.

Jájá, einhver las bók og innréttaði klósettskápinn eftir reglum feng shui og hefur haft glæsilegar hægðir síðan. Glæsilegt. Kjaftæði.

Eggert - 26/02/03 21:59 #

Ég held það sé málið. Líka það að 'neikvæða orkan sýgur alla peningana þína' eru miklu betri rök en 'þetta passar ekki þarna.'