Örvitinn

reykingar í strætóskýli

Þegar ég fór að strætóskýlinu við Seljabraut í morgun til þess að taka 111 í vinnuna sá ég úr fjarska að reykjarmökkur reis úr skýlinu.

Var þar ekki mætt ofmáluð dökkhærð stelpa með Baðhús tösku, reykjandi eins og hóra. (hvernig reykja hórur spyr þá einhver, hvað veit ég um það, hún reykti bara eins og hóra)

Hvað í fjandanum er málið? Það er ekki nokkur leið fyrir annað fólk til að vera í skýlinu á sama tíma og reykingarasnarnir og það liggur við að ekki sé hægt að nota skýlið næsta hálftímann. Um daginn mætti ég í skýlið, rétt missti af 111 og þurfti að bíða eftir 14. Ég hélt ég væri að verða bilaður því það var hrikalegur mökkur þarna inni. Að lokum gafst ég upp og beið fyrir utan. Sá þá að ennþá logaði í sígarettu sem einhver reðursugan hafði hent frá sér inni í helvítis skýlinu áður en hún stökk upp í vagninn sem ég missti af.

Sem betur fer var veðrið gott í morgun. Næst þegar ég hitti á reykingarmanneskju í strætóskýli (ég lendi í því svona einu sinni í viku) í veðri sem ekki getur talist skaplegt ætla ég að segja henni að drulla sér úr skýlinu. Já ég ætla að nota orðið "drulla".

Þetta var tuð dagsins. Takk fyrir að hlusta, mér líður miklu betur núna.

kvabb
Athugasemdir

Regin - 26/02/03 14:39 #

Matti bara níræður í dag.

Matti Á. - 26/02/03 15:58 #

Djöfull hlýtur að vera dásamlegt að vera eins og þú og láta ekkert fara í taugarnar á sér.

Regin - 26/02/03 16:43 #

Ég læt nú allan andsk. fara í taugarnar á mér, ætli ég sé ekki svona fertugur.