Örvitinn

klám - ónýtt hugtak

Umræðuefnið í hádeginu hér í CCP var klám. Nonni tók að sér að vera málsverjandi feminista ásamt Sólveigu kokki.

Ég var víst sekur um að hefja rökræðuna þegar ég fussaði yfir yfirlýsingu borgarstjórans um að nýlegur dómur hæstaréttar væri sigur gegn klámvæðingunni. Hvaða klámvæðingu ?

En það sem ég ætlaði að ræða hér er þetta blessaða hugtak, klám. Klám er í mínum huga hægt að skilgreina svona: Sýn á kynlíf fullorðins fólks þar sem allt er sýnt í smáatriðum. Aðrir skilgreina klám á mun einfaldari hátti. Ofbeldi.

Vandamálið er svo að ofbeldishópurinn virðist stjórnar umræðunni í dag. Ef við tölum t.d. um eitthvað sem á sér stað án þess að nokkuð ofbeldi komi þar nálægt er það bara orðið ofbeldi gagnvart konum almennt. Þegar konur eru teknar út úr myndinni, t.d. ef fjallað er um hommaklám lendir þessi hópur í bullandi þversögn.

Í hádeginu í dag var kokkurinn fljótt komin á háa c-ið. Undarlegt hvað margar konur geta verið duglegar við að æsa sig þegar rætt er um þessi mál. Misnotkun á börnum er alltaf nefnd til sögunnar eins og það komi klámi eitthvað við.

Annars vil ég benda á vefsíðu samtakanna konur gegn ritskoðun og þá aðallega ritgerðina skaði kláms, bara enn ein afsökun fyrir ritskoðun.

Klám og ofbeldi og skór er mjög fín pæling um þetta hjá Bjarna

klám
Athugasemdir

Regin - 27/02/03 14:13 #

Hérna er ég svo innilega sammála þér. Mér finnst þessi umræða oft alveg ótrúlega vitlaus.