Örvitinn

daglegt þvaður

Gyða fór með Áróru til tannlæknis í morgun þannig að ég var heima með Kollu og Ingu Maríu. Ósköp notalegt svosem, Inga María er reyndar dáldið mikil mömmustelpa en karlinn er ágætur stundum.

Vann dáldið heima í morgun, var þarf af leiðandi ekki búinn að fara með Kollu á leikskólann þegar Gyða kom aftur heim. Skutlaði henni og fór svo á bílnum í vinnuna.

Ætla að skella mér í ræktina á eftir. Er reyndar dáldið slappur í bakinu í dag, fæ stingi í mjóhrygginn með reglulegu millibili. Ætla að taka fætur í dag, reyni að gera það frekar í tækjum heldur en með stöng til að lágmarka álag á bakið.

Þetta er dæmi um færslu sem ég læt ekki fara í rss yfirlitið enda ansi ómerkilegt þvaður hér og óskiljanlegt að nokkur maður láti sig hafa það að lesa þetta allt ;-)

17:10
Jæja, tók ágætlega á fótum. Er það ekki að minnsta kosti merki um fína æfingu þegar maður á erfitt með að standa fyrir framan hlandskálina eftir æfingu vegna skjálfta í fótum :-)

Mættur aftur í vinnu, nóg að gera þessa helgi. Þurfum að ná tilteknum fjölda notenda á serverum um helgina.

Kíki í afmæli til Jónu Dóru systur í kvöld en hún er einmitt 24 ára í dag, ekkert unglamb lengur. Hvað er ég annars ? Þrítugur á þessu ári, þetta hljóta að vera einhver mistök í bókhaldi, ég er tuttugu og fimm ára... tuttugu og fimm segi ég og skrifa.

dagbók
Athugasemdir

Gyða - 28/02/03 16:46 #

Það var ekki laust við að eiginkonan væri hneiksluð að koma heim og Kolla ekki komin í leikskólann og stelpurnar báðar í náttfötum!!! Morgunmaturinn var ennþá á borðinu þ.e. mjólk, ostur og smjör og náttúrulega diskar!! Þetta hefur verið letilíf ;-)

Matti Á. - 28/02/03 18:30 #

Stelpurnar voru nú kátar og hressar, er það ekki það sem öllu máli skiptir ;-)

Svo var ég líka að vinna :-|

Tókst samt að lesa bæði moggann og fréttablaðið, undarlegt hvernig þessir hlutir virka.