Örvitinn

næturvinna

Stuð í vinnunni á miðnætti á föstudegi. Dáldið undarlegt að alltaf þegar ég fer heim úr vinnu aðfaranótt laugardags eða sunnudags og horfi yfir röðina fyrir framan Sirkus hugsa ég alltaf með mér; "bölvaðir furðufuglar eru þetta, af hverju er þetta fólk ekki að vinna". Auðvitað er það svo ég sem er furðufuglinn. Það verður eflaust dáldið undarlegt að fara að vinna 9-5 vinnu aftur þegar þetta crunch er búið.

Hvað um það, þúsund manns munu tengjast í nótt, engin spurning.

04:30
Ég held það sé kominn tími á heimferð, ég er orðinn sibbinn.

dagbók