Örvitinn

rosalega er Bush vitlaus

Hann Georg W. Bush er ofsalega vitlaus. Ef þú trúir því ekki, kíktu þá bara á þessa mynd.

bushbook.jpg

En bíddu við, hvað með þessa mynd?

bushbook2.jpg

Sjá nánar hjá Snopes.

Hver er nú vitlausari, Georg W. Bush eða sá sem trúir því án athugunar að fyrri myndin sé ófölsuð?

Þetta er ekki skot á neinn, bara almenn pæling. Ekki það að ég haldi að Georg W. Bush sé góður forseti eða gáfaður náungi. Það er aftur á merkilegt hversu stöðugur áróður er fyrir því að Bush sé svakalega vitlaus.

Af hverju?

pólitík
Athugasemdir

Hr. Muzak - 01/03/03 21:26 #

Hmmm... Kannski vegna þess sem hann segir og þess sem hann gerir? Kannski vegna þess að hann er algerlega á móti fóstureyðingum og vill eyða réttindum kvenna til þeirra, jafnvel eftir nauðgun... Kannski vegna þess að hann er dauðarefsingafanatíker og lélegasti diplómati sem sögur fara af...

Ég veit ekki... ;)

Matti Á. - 01/03/03 21:35 #

Væri ekki nóg að benda á nákvæmlega þessa hluti?

Af hverju er verið að draga svona kjánalega hluti eins og þessa mynd fram í dagsljósið? Hverju bætir það við umræðuna?

Eins og ég segi, ég held því ekki fram að maðurinn sé gáfaður. Þvert á móti. En mér finnst bara undarlegt hversu stöðugur áróðurinn fyrir heimsku hans er. Það myndi virka miklu betur að benda á einmitt það sem þú varst að telja upp, þær áherslur sem maðurinn hefur varðandi fóstureyðingar, dauðarefsingar og trúmál.

Held að ekkert hafi virkað jafn vel til þess að draga úr áliti mínu á Georg Bush eldri og ummæli hans um trúlausa "þeir eru ekki sannir Bandaríkjamenn"

birgir.com - 02/03/03 03:52 #

Það er nú til eitthvað sem heitir húmor. Sá sem bíður mönnum að skoða þessa mynd heldur ekki endilega að Bush sé svo vitlaus að hann kunni ekki að lesa, heldur getur verið um kómískt steitment að ræða.

Og hvað er að því?

Matti Á. - 02/03/03 08:11 #

Ég er ekki að segja að það sé neitt að því. En þú getur ekki neitað því að áróðurinn fyrir heimsku Bush er ansi stöðugur.

Ég er ekki að gera neitt annað en að velta því fyrir mér hvað veldur þessum stöðuga húmor, því ég veit að myndin var fyndin þegar ég sá hana fyrst.

Ég var ekki að sjá hana í fyrsta sinn í gær.

Er viljandi verið að framleiða meme?

Eggert - 03/03/03 14:00 #

Hmm. Athyglisvert. Þegar ég las um meme fyrst, í Snow Crash e. Neal Stephenson, vissi ég ekki að Richard Dawkins hefði búið hugtakið til. Ég man nú einu sinni þegar ég lánaði þér þá bók, Matti. OG ÞÚ LAST HANA ALDREI.

Annars held ég þetta sé enginn stöðugur áróður, Bush er alveg jafnmikið skotmark og t.d. Clinton var, heimska hans er bara veikur blettur sem er erfitt að líta framhjá þegar að honum er gert grín. Svipað og greddan í Clinton.

Matti Á. - 03/03/03 15:40 #

Já ég á vonandi eftir að lesa Snow Crash áður en ég dey.

Var Clinton annars svo mikið skotmark? Ég meina, hverjum var ekki sama þó Clinton væri að pota í einhverjar kerlingar. Frekar kýs ég graðan (eðlilegan) forseta heldur en heimskan forseta.