Örvitinn

Siðmennt

Gekk loksins frá málum með Siðmennt í dag. Þannig er mál með vexti að þegar ég ætlaði að borga gíróseðilinn frá þeim síðasta sumar gat ég það ekki þar sem ég skuldaði síðustu greiðslu.

Þann seðil fékk ég aftur á móti aldrei, geri ráð fyrir að hann hafi ekki borist mér þar sem ég var að flytja sumarið þar á undan.

Ég nennti ekki að bera mig eftir þessu i sumar, hafði um nóg annað að hugsa. En ég sendi Hope póst í dag og hún gekk frá þessu gagnvart bankanum. Ég ætti því að fá gíróseðil á næstu dögum og hef þá hreina samvisku.

Frjáls félagasamtök sem stóla á styrki ættu að skoða þessu greiðslumál vel. Mér finnst alveg ómögulegt að geta ekki greitt gíróseðil einungis vegna þess að ég greiddi ekki seðil síðasta árs. Í mínu tilviki snýst þetta ekki einu sinni um peninga heldur fyrirhöfn. Ég nennti einfaldlega ekki að standa í þessu síðasta sumar.

En ég hef mikla trúa á því sem Siðmennt er að gera og sé ekkert eftir 2500 krónum ári.

Ég hvet fólk til þess að kynna sér starfsemi Siðmenntar og skrá sig svo í samtökin. Það verður að vera eitthvað mótvægi við þessa kristnu geðveiki sem tröllríður öllu hér á landi.

Jújú, ég er öfgafullur trúleysingi ;-) Meira maður.

Hef reyndar ekki mætt á SAMT fund síðan chrunchið hófst, mæti hugsanlega bráðlega. Þarf bara að læra að halda stundum kjafti :-| Nenni ekki að rífast á þessum vettvangi líka.

dagbók