Örvitinn

fólk sett í tætara

Sá vísun á þessa grein í athugasemdum við grein Scott Rosenberg.


See men shredded, then say you don't back war


“There was a machine designed for shredding plastic. Men were dropped into it and we were again made to watch. Sometimes they went in head first and died quickly. Sometimes they went in feet first and died screaming. It was horrible. I saw 30 people die like this. Their remains would be placed in plastic bags and we were told they would be used as fish food . . . on one occasion, I saw Qusay [President Saddam Hussein’s youngest son] personally supervise these murders.”

pólitík
Athugasemdir

birgir.com - 19/03/03 14:57 #

Þetta er hryllilegt ef satt er, en réttlætir þetta innrás inn í landið? Athugaðu að þetta er vitnisburður og varla neinar sannanir fyrir þessu. Þetta gæti verið lygi, þess vegna kokkuð upp af manninum sem skrifar greinina.

Mér finnst röksemdafærslan hjá þér núna (ljótar sögur réttlæta árás skilyrðislaust) eiginlega ekkert betri en hjá hinum kristnu sem gefa út bækur á borð við "To Hell and Back" til að hræða fólk til fylgilags við hvaðeina sem kristnir predkarar hafa fram að færa.

Hvað gæti rökvillan kallast? Höfðað til viðbjóðs?

Ég veit það ekki Matti. Hljóma ég eins og argasti hólókóst dínæer? Hvenær dugar einfaldur vitnisburður, hvenær verðum við að krefjast beinharðra sannana? Og hve grimmdarleg þurfa verk harðstjóra að vera til að réttlæta árásarstríð á land hans með öllum þeim hörmungum og tjóni sem því fylgir? Komum harðstjóranum Saddam frá völdum, en gerum það með öðrum hætti.

Fyrir utan það að þetta er barasta ekkert ástæðan fyrir því að menn ætla þarna inn, heldur eru Bandaríkja menn fyrst og fremst að þessu til að uppræta (ímyndaða eða raunverulega) hernaðarógn sem sögð er stafa af þessu svæði. Í rúman áratug hefur aðaláherslan verið á að finna og eyða meintum flugskeytum og efnavopnum í vopnabúri Saddams. Ekkert hefur verið talað um ákærur á kallinn fyrir mannréttindabrot.

Þetta er bara svona ramblíng hjá mér. Ég hef ekkert vit á pólitík.

Matti Á. - 19/03/03 15:18 #

Birgir minn, hvaða röksemdarfærslu ertu að tala um hjá mér?

Þú fellur þarna í ákveðna gildru, sem er að draga ályktun út frá einhverju sem ég setti ekki fram. Ég vísaði einungis í greinina og setti alls engar athugasemdir með.

Að sjálfsögðu geri ég mér grein fyrir því að ef ég hefði skrifað: "Sjáið hvað Saddam gerði, þetta er ástæðan fyrir því að stríð í Írak er réttlætanlegt" væri það rökvilla nákvæmlega eins og þú lýsir. Um leið geri ég mér grein fyrir því að þannig málflutningur fer víða fram.

Ég er bara aldeilis enginn stuðningsmaður stríðs í Írak. Ég er ekki heldur ákafur andstæðingur þess. Ég tel að það séu rök fyrir stríði og ég tel að það séu rök gegn stríði

Ástæðan fyrir því að ég setti vísun á þessa grein inn er tvíþætt.

Í fyrsta lagi þykir mér hún áhugaverð, komandi frá þingmanni Breska Verkamannaflokksins.

Í öðru lagi þykir mér umræðan um stríð í Írak alveg óþolandi einhæf og leiðinleg á Íslandi og í bloggheimum sérstaklega. Ég setti því vísun á þessa grein (án þess að setja inn eigin athugasemdir) vegna þess að ég vissi að það myndi stuða fólk ;-) Samt er þetta grein úr virtum fjölmiðli eftir konu sem er þingmaður í breska Verkamannaflokknum. Ekki dæmigerður stríðsæsingamaður hefði ég haldið.

Síðast í kvöldmatartímanum í gærkvöldi rökræddi ég við samstarfsmenn sem héldu því fram að ástandið í mannréttindamálum væri ekki betra í Bandaríkjunum en Írak !!!

Þetta er náttúrulega bara rugl.

Það er til nóg af sönnunum. Eiginlega alveg kjánalega mikið komst ég að þegar ég fór að leita. En það skiptir ekki máli hér þar sem ég er ekki að reyna að réttlæta stríð með því að vísa til ógnarverka Saddams.

Amnesty International verða seint sakaðir um að vera stríðsæsingarmenn.

Óli - 19/03/03 15:21 #

Þetta er með því ljótara sem maður hefur lesið um(biblían meðtalinn)en hvað tildæmis með þau mannréttindabrot sem talið er að framinn séu í Kína. Eiga Bandaríkin ekki líka þá að ráðast þangað inn með sömu rökum, og í önnur lönd þar sem mannréttindabrot eru framinn. Það hlítur að vera hægt að eyða eða handtaka Saddam með allri þeirri tækjum og tólum og þjálfun sem Bandaríkaher vill meina að þeir búi yfir.

Matti Á. - 19/03/03 15:29 #

Óli, mér þykir "hvað með alla hina vondu kallana" vera frekar léleg rök gegn stríði.

Svo hélt ég að yfirlístur tilgangur stríðsins væri einmitt að "eyða eða handtaka" Saddam ;-)

birgir.com - 19/03/03 15:36 #

Úps, auðvitað datt ég í þá gildu að álykta sem svo að fyrst þú drægir þessa grein upp þá hlyti það vera til þess eins að nota sem rök fyrir sannfæringu þinni :)

Biðst velvirðingar.

Matti Á. - 19/03/03 15:46 #

Svar þitt er eðlilegt í ljósi þess hvernig ég setti þetta fram. Ég hef náttúrulega ákveðnar (í tvennskonar merkingu) skoðanir á ýmsum málum og hika yfirleitt ekki við að setja þær fram.

Þó held ég að ef ég væri ákafur stuðningsmaður þessa stríðsbrölts myndi ég hugsa mig um tvisvar áður en ég lýsti því yfir. Til þess er andrúmsloftið bara aðeins of einhæft eins og sást ágætlega í fréttum í gær þar sem friðarsinninn barði guttana sem báru "Bomb Irak" skyltin.

Ég skammast mín ekkert fyrir að vera tvístígandi í þessu máli ;-)

Það fyrsta sem mér varð hugsað til þegar ég las þessa grein voru frásagnirnar frá Kuwait þar sem sagt var frá því að Íraskir hermenn væru að taka ungabörn úr hitakössum. Síðar kom svo í ljós að þær frásagnir voru ósannar.

Óli - 19/03/03 19:43 #

Ég segi það sama, ég er ekki tilbúinn að taka afstöðu í þessu máli, hvort eigi að ráðast inn í landið eða ekki. Ég held að Bush og Blair séu ekki í öfundsverðu hlutverki þessa stundina.

birgir.com - 19/03/03 21:31 #

Þung rök á vogarskálarnar:

Innrás mun kalla öldu hryðjuverka yfir Bandaríkin og hinn vestræna heim. Ómögulegt er að segja hvenær við sjáum fyrir endann á slíku.

Innrás mun kosta ómældar hörmungar yfir óbreytta borgara í Írak. Þeir eru þegar farnir að flýja borgir og komnir á vergang.

Innrás mun skipta heiminum niður í tvær blokkir og ýfa upp andúð Kínverja og Rússa (svo ekki sé talað um öll múslimalöndin) á Bandaríkjunum. Slíkt gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Svo má vel vera að Norður-Kórea helli sér í slaginn gegn Bush með atómbombum og fíneríi. Ekki að spyrja að leikslokum ef það gerist.

Bara svona pæling. Ég hef ekkert vit á þessu.

Matti Á. - 20/03/03 17:55 #

Var ekki það sama sagt fyrir stríðið í Afganistan?

birgir.com - 21/03/03 00:36 #

Eflaust. En það er eins og mig minni að þjóðir heimsins hafi verið meira samstiga í því máli (m.a.s. múslimaríki) og hættan á klofningi heimsins niður í tvær blokkir því ekki fyrir hendi í sama mæli og nú.

Annars man ég það ekki, ég er eins og múgurinn hans Hitlers, bæði heimskur og gleyminn :)

Hvað sagði öryggisráðið þá? Fóru Bandaríkin á svig við ályktanir þess í því tilviki?

Matti Á. - 21/03/03 00:43 #

Ekki tók ég eftir að öryggisráðið hefði verið eitt af þeim lóðum sem þú lagðir á lóðarskálarnar ;-)

Ég veit ekki hvað öryggisráðið sagði þá. En eru það helstu rökin gegn þessu stríði, að Bandaríkjamenn hunsa álit öryggisráðsins?

Ég segi fyrir mitt leiti að mér finnst það ekki sterkur leikur, finnst að þjóðir heims eigi að hafa samstöðu í svona málum.

En heldur þú að flestir andstæðingar þessa stríðs (ég neita að kalla þá friðarsinna, ég held að flestir hljóti að vera friðarsinnar, hvort sem þeir styðja þetta stríðsbrölt eða ekki) væru annarar skoðunar ef þetta hefði farið formlega leið í gegnum öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ?

En ég man nú eftir því að fyrir innrásina í Afganistan var gjarnan talað um að þetta yrði til þess að auka andúð Múslima á vesturlöndum, hryðjuverk myndu aukast og svo framvegis. Einnig var gríðarlegu mannfalli saklausra borgara spáð. Ekkert af þessu rættist.

En þar með er ekki sagt að þessi rök geti ekki verið góð og gild í dag.

Ég vona bara að þetta mál leysist fljótt, ástandið í mið austurlöndum batni og að Bush tapi næstum kosningum.

birgir.com - 21/03/03 01:47 #

"Ekki tók ég eftir að öryggisráðið hefði verið eitt af þeim lóðum sem þú lagðir á lóðarskálarnar ;-)"

Ég nefndi það ekki berum orðum, en allt blaðrið um tvær blokkir og reiða Rússa/Kínverja er undan þessari staðreynd um öryggisráðið runnið. Og nei, þetta eru ekki helstu rökin, en óneitanlega ein af þeim. Hin rökin eru þetta með kikkbakkið og vergang almúgans í Írak.

Vonandi rætist ekkert af þessu. Og Búss, Dabbi og Dóri mega alveg fara að tapa kosningum, já.