Örvitinn

laugardagshugvekja

Spilaði æfingaleik með Henson í gærkvöldi, mættum Hvíta riddaranum sem vann utandeildina síðasta sumar. Við töpuðum leiknum 4-3. Held það hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit.

Spiluðum með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og vorum 3-1 yfir í leikhléi. Tvö markanna voru frekar ódýr. Í síðari hálfleik bætti í vindinn og á tímabili lékum við á móti stórhríð!! Úrslit leiksins voru nú nokkuð sanngjörn þrátt fyrir það, en þetta var rugl á tímabili. Það var eiginlega ekki nokkur leið fyrir okkur að snúa í átt að marki þeirra þar sem maður var þá með hríðina í fanginu. A.m.k. tvö marka þeirra voru langskot, eitt varði markmaður okkar en náði ekki að halda, hitt var óverjandi.

Ég asnaðist til að togna aftan í vinstra læri þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum, tók sprett á eftir sóknarmanni og fékk þá tak í lærið. Þarf að sleppa bolta næstu tvær vikur. Ég held það hljóti að vera einhver tengsl milli þess að ég hef verið að taka nokkuð vel á fótum í ræktinni undanfarið og þess að ég togna núna. Spurning hvort ég fari að ræða við sjúkraþjálfara út af þessu, þetta er helvíti hvimleitt.

Ég synti í trollið hans Birgis. Hefði svosem mátt vita það :-P

Enginn kommentar á Bowling for Columbine færsluna. Ég átti nú von á einhverjum athugasemdum. Hefði kannski átt að kalla hann ómerkilegan lygara til að fá einhverja svörun :-)

Ég er náttúrulega í vinnunni, stefni á að taka mér frí á morgun. Vonandi tekst það.

dagbók