Örvitinn

fordómar og fáviska Biskups

Sigurður Hólm birtir grein á vefnum sínum sem morgunblaðið vill ekki birta.


Þessi árátta biskups að halda því fram að trúlausir einstaklingar séu vondir og uppspretta alls ills í heiminum er bæði særandi og fyrir löngu orðin þreytt. Er ég þess fullviss að álíka fordómar gagnvart öðrum hópi manna væru ekki liðnir í íslenskum fjölmiðum. Stuttu eftir árás hryðjuverkamanna á Tvíburaturnanna í New York skelltu bandarískir eldklerkar sökinni á samkynhneigða, trúleysingja og einstæðar mæður. Þessi rakalausi þvættingur og fordómar vöktu umtal og reiði þar í landi og vöktu þessi ummæli einnig nokkur viðbrögð í íslenskum fjölmiðlum. Er ég viss um að ef biskup talaði um samkynhneigða með sama hætti og hann talar um trúlausa þá yrði það ekki látið viðgangast. Hann yrði umsvifalaust látinn biðja fórnarlömb sín afsökunar og jafnvel segja af sér embætti.

Ég fjallaði örlítið um fordóma Biskups á sínum tíma:
Biskup um trúleysi
Vinur minn Biskup

efahyggja