Örvitinn

lygaáróður gegn Saddam

Á Discovery er þáttur um Saddam.

Fjöldi manna vitnar um pyntingar og morð. Írakar sem hafa flúið land. Yfirmaður á spítala, fyrrum yfirmaður kjarnorkumála Írak. Tengdasonur Saddams flúði land og vitnaði um áætlanir Saddams, sprengja kjarnorkusprengju í Kuwait eða Ísrael. Fór svo aftur til Írak og var afhöfðaður. Faðir barnabarna hans, eiginmaður dóttur hans.

Börn í skólum yfirheyrð, hvað segja foreldrarnir um Saddam. "Pabbi sagði að hann væri api". Pabbi sést ekki framar.

Þetta heitir eflaust lygaáróður á múrsku.

Réttlætir það stríð að Saddam Hussein pyntar og myrðir eigin þegna (enn þann dag í dag) ?

Ég veit það ekki. Sinn er siður í hverju landi segja sumir.

23:30
Ég trúi því varla ennþá að ég hafi rökrætt það við "friðarsinna" um daginn að mannréttindamálum væri ekkert betur fyrir komið í BNA heldur en Írak ?

pólitík
Athugasemdir

birgir.com - 26/03/03 01:28 #

Réttlætir það stríð að Saddam pyntar þegna sína? Það réttlætir í það minnsta að honum sé komið frá völdum, gerður óskaðlegur. Um aðferðirnar má svo deila. Ég held við getum verið sammála um að sú aðferð sem kostar minnsta eymd sé besta aðferðin.

Og þá er spurningin: Hver er sú aðferð?

Matti Á. - 26/03/03 11:31 #

Ég veit það ekki, er einhver aðferð til?

Er það bara ég eða er þetta farið að líkjast dáldið umræðum um virkjanamál? Allir sjá vandamálið (Saddam/atvinnumál) sumir vilja stríðslausnina(virkjun) aðrir eru harðir andstæðingar og vilja eitthvað annað. Enginn veit hvað það er. Þegar þeir benda á sínar hugmyndir er þeim kurteislega bent á að þær hugmyndir hafi verið reyndar.

Eftir stendur stríðið sem flestir virðast sammmála um að sé vont en enginn getur bent á hvað eigi að koma í staðinn.

Er ég að skjóta langt yfir markið.

birgir.com - 26/03/03 15:24 #

Nei, þetta er ágæt samlíking. Og í báðum tilfellum er farin leið sem kostar mikla eymd/eyðileggingu því engum hefur dottið í hug skárri leið sem virkar.

Reyndar hafa umhverfisverndarsinnar bent á ýmsar leiðir til að bæta atvinnuástand fyrir austan, þekkingariðnað og svona. Álver virðist ekki vera skynsamlegasta lausnin, þó ekki væri nema af því að hvert nýtt álver gengisfellir þau sem fyrir eru og gerir stærri hluta efnahagsins háðan verðsveiflum á einni tegund málms.

Aiwaz bendir á það í umræðu á Strikinu að ef ófædd fóstur færu að pynta og drepa samborgara sína myndi hann endurskoða afstöðu sína til fóstureyðinga. Spurningin er bara þessi: Myndi hann ekki reyna að eyða slíkum fóstrum með aðferð sem skapaði sem minnsta eymd (t.d. með fóstureyðingu), eða fyndist honum þurfa að hefja stórskotaárás á húsið þar sem foreldrar, systkini og afar og ömmur fóstursins búa?

Þannig blasir stríðið vði Írak fyrir mér. Var einhverntíma reynt að framkvæma bara einfalda skurðaðgerð?

Eggert - 27/03/03 10:56 #

Ég held þeir hljóti að hafa reynt sitt ítrasta í stríðinu um Kúvæt. Ég held það sé bara ekki neitt trivial mál að ná til mannsins - og komast lifandi út.
Hef heyrt að hann velji sér nýjan náttstað á hverri nóttu, og það sé alltaf íbúð einhvers óbreytts borgara. Veit ekki hversu satt það er samt. Donald Rumsfeld var nú einhvern tímann (fyrir löngu) með plön um að leysa þetta allt saman með nokkrum Rambo gaurum, ég man ekki alveg hvar ég las það en skal linka á það ef ég finn það.