Örvitinn

nóg að gera um helgina

Á morgun er árshátíð hjá hópnum sem spilar innibolta á laugardögum. Hittumst um sex og fáum okkur öl, förum svo á Vegamót og borðum mexíkóskan mat og sötrum öl. Þetta var heilmikið fjör í fyrra, vonandi verður gaman núna.

Laugardagurinn er svo stóri dagurinn, þá heldur Davíð Torfi upp á þrítugsafmælið sitt. Teitið verður haldið á Grand Hótel og byrjar klukkan sex. Ég er hræddur um að þar verði mikið drukkið.

Ætli ég verði ekki alla vikuna að jafna mig eftir þessi ósköp.

dagbók
Athugasemdir

Einar Már - 27/03/03 16:59 #

var búið að kaupa eitthvað fyrir kallinn ?

Gyða - 27/03/03 17:04 #

Þú gleymir barnaafmælinu sem þú ert að fara í á sunnudaginn í þynkunni ;-)

Gyða

Matti Á. - 27/03/03 17:20 #

Einar, við ætlum að kaupa gjöf á morgun. Ég var búinn að senda póst á hotmail póstfangið þitt.

Barnaafmælið já, hvernig gat ég gleymt því :-)