Örvitinn

vonandi vinnur írak stríðið

Nei, það á víst að kalla þetta innrás, fyrirgefið mér.

Ég skil vel að menn séu á móti stríðinu en trúir því einhver að allir Írakar séu það líka?

Þessa fullyrðingu sá ég í athugasemdum við færslu á síðunni hans Einars

Tja það er nokkuð augljóst að Írakar eru allir sem einn í sjálfsvörn. Hatur þeirra á Saddam er minna en á aðilunum sem eru að ráðast á land þeirra og drepa almenning og hræsna fyrir allri heimsbyggðinni.

Ég veit ekki... á ég að styðja sigur innrásaraðilanna gegn þjóð sem vill greinilega ekkert með þá hafa?
jbj

Eru menn ekki farnir að stunda ákveðna sjálfsblekkingu? Hvað þykist hann vita um hug allra Íraka? Hvað þykist hann vita um skoðanir meirihluta Íraka?

Ég nenni ekki einu sinni að tína til vísanir á sannanir fyrir því að þetta er rangt, það yrði hvort sem er afgreitt sem áróður fyrir einfaldar sálir eins og mig (örvita). Ég hef samt lesið margar frásagnir frá Írak þar sem fólk vill ekkert heitar en að losna undan Saddam Hussein og ógnarstjórn hans. Það að afneita þessu fólki er alveg jafn heimskulegt og að halda því fram að allir Írakar taki innrásarherjunum fagnandi. En heldur einhver því fram ?

Svo finnst mér stórfurðulegt viðhorf að vilja sigur Íraka, hvað halda menn að myndi gerast í framhaldi þess ef herir Bandaríkjamanna, Breta og Ástrala myndu yfirgefa landið á morgun? Hvaða skilaboð væru það til Saddams og annarra harðstjóra sem pynta þjóðir sínar?

Nei, fyrst stríðið er byrjað vona ég að það verði farið alla leið, klárað. Já, það mun kosta þjáningar saklausra borgara en ég er sannfærður um að hitt myndi kosta meiri þjáningar fleiri borgara um lengri tíma.

Why I Didn't March This Time

Uppfært
Það var ekki Jóhannes sem talaði um að best væri að Írak ynni stríðið heldur Kristbjörn sem skrifaði í sama þræði.


"Það besta fyrir alla aðila er að Írakar vinni þetta stríð, og viðskiptabanninu verði aflétt. Þá fyrst fer að myndast grundvöllur fyrir einhverjar breytingar í Írak."

Það var ekki ætlun mín að blanda þessum tveimur punktum saman þannig að það liti út eins og Jóhannes hefði skrifað þá og biðst ég velvirðingar á því.

pólitík
Athugasemdir

birgir.com - 03/04/03 12:21 #

Verðum við ekki bara að stöðva stríðið í einn dag og gera skoðanakönnun meðal Íraka :Þ

JBJ - 03/04/03 12:30 #

Þar sem þetta er eftir mér haft er ekki úr vegi að færa svarið inn hér.

Eru menn ekki farnir að stunda ákveðna sjálfsblekkingu? Hvað þykist hann vita um hug allra Íraka? Hvað þykist hann vita um skoðanir meirihluta Íraka?

Eftir því sem ég hef lesið í öllum þeim fjölmiðlum sem maður hefur aðgang að í dag, rússneskum sem bandarískum, arabískum sem ísraelskum þá er ekki vafi á því að HVERGI hefur innrásaraðilunum verið fagnað sem frelsurum, HVERGI hafa hersveitir gefist upp allir sem einn og sagt "jæja.. neglið Saddam núna!".

Þýðir það að fólkið er ekki að grýta þá með steinum (ennþá) eins og gerist í Palestínu að fólkið sé ánægt með innrásaraðilana? Að það líti á þá sem frelsara?

Eins og Ragnar segir þá verða breytingar að gerast innan frá. Með því að loka alla Íraka innan í sama búri og Saddam (með viðskiptabanninu) var komið í veg fyrir að Írakar gætu komið honum frá völdum. Núna hoppa temjarar inn í búrið og ætla að skjóta forystuljónið og kenna hinum dýrunum hvernig þau eiga að haga sér. Hvernig áttu að geta treyst temjurum sem áður gáfu ljóninu allt það besta sem völ var á en skiptu svo um skoðun? Ef þú verður næsta forystuljón, hversu öruggur geturðu verið með að lenda ekki í ónáð temjarana og verið næstur í röðinni?

Bandaríkjunum hefur oft dugað að menn séu grunaðir sósíalistar til þess að kollsteypa löglega kjörnum stjórnvöldum þannig að ekki mælir sagan með þeim.

Ég er ekki að afneita því að Írakar vilji losna við Saddam... en ég held að það sé Írökum og heiminum fyrir bestu að þeir losi sig sjálfir við hann, það hefðu þeir kannski getað gert fyrir löngu sjálfir ef ekki hefði komið til fyrst herstuðningur Bandaríkjanna og seinna viðskiptabann.

Mig blóðlangar að taka eitt ofboðslega villt dæmi þar sem Daó er í hlutverki Saddams en það er líklega einum of... og þó.

Daó móðgar Bandaríkjamenn, Daó stimplaður hættulegur þjóðarhagsmunum Bandaríkjanna, herinn tekur yfir Ísland og drepur Daó. Hvaða séns á næsti ráðamaður á að verða ekki fyrir sömu örlögum nema að vera algjör taglhnýtingur Bandaríkjamanna, það er hreinlega leppstjórn. Hversu sáttur verður almenningur við það? Ég vil losna við Daó en vil ég sjá leppstjórn í staðinn? Reyndar ekki svo mikill munur á leppstjórn og núverandi stjórnvöldum en samt einhver....

JBJ - 03/04/03 12:55 #

Sá punktur sem ég vildi koma á framfæri aðallega var sá að til þess að viðkomandi ríki færist í alvöru lýðræðisátt þá þurfa valdhafar að vita að þeir eiga það ekki á hættu að fá 200.000 manna her í hausinn ef þeir strjúka öðrum ríkjum ekki rétt.

Þeirra aðhald á að koma innan frá, frá eigin þegnum.

Það mun enginn heilvita maður í Írak reyna að verða forseti ef að hann á það á hættu að fá eitthvað svona í hausinn, þeir einu sem vilja vera við stjórnvölinn í svona ríki eru einmitt vitleysingarnir sem verða harðstjórar.

Matti Á. - 03/04/03 13:02 #

Hvaða herstuðning fékk Saddam Hussein sem hélt honum við völd í Írak? Vísanir takk.

Af hverju fóru Bandamenn ekki inn í Írak í fyrra Persaflóastríðinu? Jú, vegna þess að þeir lofuðu Arabaþjóðum að þeir myndu ekki fara inn í landið. Vonast var til þess að Írakar gætu sjálfið losnað undan ógnarstjórninni með stuðning Arabaþjóða.

Það gerðist ekki, meðal annars vegna þess hve gríðarlega öflug tök Saddams eru á landinu.

En það er alveg ljóst að stór hluti Íraka styður stríðið. Hversu stór veit enginn núna, munum að ansi stór hluti þjóðarinnar er hluti af flokksvél Saddam og á eflaust ekki skemmtileg örlög í vændum. Eitt af því sem Írakar hafa gert er að sýna myndbönd frá því er Ceausescu var tekinn af lífi í Rúmeníu. Mörgum stuðningsmanna hans biðu ekki falleg örlög.

Af hverju taka þeir herjunum ekki fagnandi, jú meðal annars vegna þess að þeir vita að herirnir eru ekki búnir að sigra. Í þeim borgum sem nú þegar hafa verið teknar eru ennþá átök enda hellingur af Íröskum hermönnum enn til staðar inni á milli fólksins. Það breytir því ekki að ótal margir Íraskir borgarar eru nú þegar farnir að starfa með herjum Bandaríkjamanna og Breta. Meðal annars vísa þeir þeim á þá staði þar sem Íraskir sérsveitarhermenn hafa komið sér fyrir.

Þetta fólk veit vel að ef stríðið tapast (ef Írak vinnur) mun það borga fyrir það með lífi sinu. Samt aðstoðar það innrásarherinn.

Það hlýtur að segja okkur eitthvað.

Það versta sem hægt væri að gera í stöðunni núna væri að hætta, fara til baka og skilja Írösku þjóðina eftir í höndum ógnarstjórnar í hefndarhug.

JBJ - 03/04/03 13:48 #

Ég sagði aldrei að það væri það besta að Írak ynni, þó að orð mín hafi greinilega verið túlkuð þannig.

Ég get hins vegar ekki sagt að ég haldi með innrásaraðilunum... þarf ég að vera með öðru ef ég er á móti hinu? Þarf ég að beygja mig undir Bush-ismann?

Matti Á. - 03/04/03 13:51 #

Nei fyrirgefðu Jóhannes, þú sagðir það ekki heldur annar einstaklingur í þessum þræði hjá Einari sem ég vísaði á. Þetta voru afglöp af minni hálfu og verða löguð nú þegar.

Að sjálfsögðu þarft þú ekki að vera með öðru ef þú ert á móti hinu. Ekkert frekar en ég.

Matti Á. - 03/04/03 14:31 #

Saddam's grip of fear remains

I do not know who painted on the portraits of Saddam. Maybe all Iraqis hate him. Any Iraqi who wanted a good job had to join the Baath Party, but in their hearts even these people hated him. But if you ask Iraqis if they are happy with this war, they will not be able to tell you.