Örvitinn

tilgangslaus færsla um tilgangslausar færslur

Ég skil ekki tilganginn í því að setja inn tilgangslausar færslur í blogg. Samt geri ég það sjálfur. Hef fengið nokkrar hugmyndir síðustu daga sem ég hef verið alveg við það að skrifa í dagbókina mína en enda svo alltaf á því að segja ekki neitt. Eitthvað tilgangslaust. Hvað kalla ég tilgangslaust... æi, bara þessar leikfimifrásagnir og soddan kjaftæði.

Redda mér þó með því að setja þær færslur ekki í rss yfirlitið. Það má því segja að ég standi ekki úti á götu og hrópi heldur sit ég í mínu hreiðri og tala við sjálfan mig.. upphátt. Þeir sem vilja eru velkomnir að hlusta.

Þetta er tilgangslaus færsla og fer því ekki í yfirlitið.

Ætla snemma heim, langar að sjá leik ManU og Real Madrid. Ég held með Real í þessum leik, en ekki hvað.

Þetta var tilgangslaus athugasemd.

Nei, þetta var tilgangslaus athugasemd.

! sagði tóma tunnan.

dagbók
Athugasemdir

Regin - 09/04/03 07:46 #

ÉG held að fyrri hálfleikurinn hjá Real hreinlega verið e-r fegursta knattspyrna sem ég hef séð. Hrein unun að horfa á þá dansa í kringum United lurkana.