Örvitinn

Ögmundur lygari

Í Silfrinu var Ögmundur Jónasson að enda við að segja að Bandaríkjamaðurinn sem mun hafa umsjón með enduruppbyggingu og mannúðarstarfi í Írak sé fyrrverandi hershöfðingi sem starfar hjá fyrirtæki sem framleiðir patriot og sparrow eldflaugar sem voru notaðar til að myrða fólk í Írak.

Eina fólkið sem var myrt með þessum flaugum í Írak voru tveir bretar í áhöfn Tornado þotu sem var skotin niður af Patriot flaug. Patriot flaugarnar eru notaðar til að skjóta niður eldflaugar.

Sparrow flaugar eru notaðar til að skjóta niður flugvélar. Ég held að Írakar hafi ekki sett eina flugvél á loft í þessu stríði.

Auðvitað var Ögmundur ekki að ljúga, hann hafði bara rangt fyrir sér. Það virðist bara vera móðins þessa dagana að fullyrða að stjórnmálamenn séu að ljúga þegar þeir fara rangt með staðreyndir.

pólitík
Athugasemdir

thors - 13/04/03 14:51 #

Sem þýðir sem sagt að fólk var drepið með Patriot flaugum í Írak! Hvar er glæpurinn?

Matti Á. - 13/04/03 15:10 #

Bretanir voru reyndar drepnir í Kuwait.

Ekki reyna að telja mér trú um að þú haldir að Ögmundur Jónasson hafi verið að vísa til þessara tveggja Breta í máli sínu.

Geta menn ekki bara játað að Ögmundur Jónasson hafði rangt fyrir sér. Slíkt gerist.

Lokaorð mín gáfu nú í skyn að það að kalla hann lygara var meira skot á þá sem eru asskoti duglegir við að kalla pólitíska andstæðinga lygara í hvert sinn sem þeir telja að þeir hafi staðið þá að því að hafa rangt fyrir sér.