Örvitinn

Rökvísi Þóris Hrafns Gunnarssonar

Hver þykist Þórir Hrafn Gunnarsson eiginlega vera?

Þetta segir hann á síðunni sinni:


Af hverju asnast maður of oft til þess að "rökræða" við sumt fólk. Maður gæti allt eins reynt að rökræða við múrvegg, held meira að segja að það væri líklegra til þess að skila einhverju.

Hvert var innlegg Þóris í þessar rökræður [1 2]?

Hvaða rök setti hann fram? Ég sú fullyrðingar, ég sé upphrópanir en ég sé ekki nokkur rök. Vænleg frammistaða væntanlegs lögfræðings.

Er það virkilega svo að það var hann sem var hógværi og málefnalegi maðurinn á meðan ég jós svívirðingum yfir hann og skoðanir hans? Getur verið að fordómar mínir þvælist fyrir skynsemi minni og geri mér ókleift að sjá að þetta er allt mér að kenna? Er upprunaleg athugasemd hans virkileg til þess gerð að eiga í rökræðum? Er út í hött hjá mér að finnast hún dónaleg?

Segir þetta komment Birgis ekki allt sem segja þarf?

Ég ætlaði ekki að hafa fleiri orð um þetta mál en athugasemd Þóris í dagbókinni finnst mér bara fyrir neðan allar hellur. Mun ég ekki eyða fleiri orðum í þennan ágæta mann, nema þá hugsanlega í athugasemdum.

dagbók
Athugasemdir

Strumpurinn - 17/04/03 18:05 #

Takk fyrir að segja nafnið mitt. Það kemur með alveg nýja málefnalega vídd inn í þetta allt saman. Enda ertu líka svo málefnalegur. En ég segi bara aftur skemmtu þér vel.

Strumpakveðjur :)

Matti Á. - 17/04/03 18:26 #

Er nafnið þitt ómálefnalegt? Þetta saman nafn og er á eftir hverri færslu í dagbókinni þinni.

Að mínu mati hefur þú "áhugaverðar" skoðanir á því hvað er málefnalegt og hvað er ekki málefnlegt.