Örvitinn

Páskacrunch

Dagur eitt í páskavinnu hjá mér. Þokkaleg mæting í vinnunni, gæti samt verið betri. Kosturinn við þetta crunch er að þetta er síðasta crunchið. Fyrri crunch áttu reyndar að vera það líka, en núna er leikurinn kominn í framleiðslu, verið að skrifa diskana og pakkarnir fara í búðir 6. maí.

Á morgun ætla ég að mæta snemma, kíki kannski í ræktina fyrst það er opið, fer svo í hádeginu og hitti SAMT fólk á árlegum páskafundi. Hef ekki mætt í spjall í mjög langan tíma, hlakka til að hitta þau. Ætla að vera þægur og sleppa því alveg að rífast :-)

Annað kvöld er svo afmælisboð hjá Dóru Sóldís, ég stakk upp á því við Ásmund og Hörpu að þau myndu halda þetta á föstudaginn langa þar sem fólk hefði að sjálfsögðu ekkert betra fyrir stafni þá en að mæta í boð (fyrst ekki er hægt að fara á skíði).

Venjulegur vinnudagur á laugardag og svo get ég vonandi tekið því rólega á Sunnudaginn (unnið fyrripart dags)

ps. Vanalega fer svona blaður ekki á molana, í þetta skiptið er það ekki tilviljun. Ég vildi fjarlægja síðustu fyrirsögn af yfirlitinu. Þær stríðsaxir sem hér hafa verið á lofti eru nú grafnar.

dagbók
Athugasemdir

Már Örlygsson - 18/04/03 11:17 #

Gangi þér vel karlinn. Fúlt að þurfa að vinna alla páskahelgina.

P.S. svona dagbókar rifrildi geta stundum farið út í algjörar öfgar sérstaklega þegar maður leyfir gestum og gangandi að krota komment í dagbókina manns.