Örvitinn

Og Vodafone missir viðskiptavin

Ég hef verið í viðskiptum við Tal í næstum því fimm ár, Gyða gaf mér gemsa í morgungjöf þegar við giftum okkur. Ég hef allan þennan tíma verið sáttur kúnni.

Gyða fór svo með sín viðskipti yfir til Tal fyrir nokkru, við hringjum mikið í hvort annað og því er mikill kostur að vera hjá sama fyrirtæki og þurfa ekki að borga fyrir þau símtöl.

En nú er komið babb í bátinn, get ég sem öfgafullur Liverpool maður verið í viðskiptum við Vodafone? Stebbi mágur vill meina ekki og ég er sama sinnis. Ég meina, þetta fyrirtæki er stuðningsaðili Manchester United (ég set ekki link á það knattspyrnulið á heimasíðu mína)

manure.jpg

Bráðlega mun Og Vodafone missa tvo viðskiptavini. Hvernig er það, getur maður flutt GSM númer yfir til landsímans? Þætti helvíti slæmt að þurfa að skipta um símanúmer.

Svo halda menn að ég sé öfgafullur ;-)

dagbók
Athugasemdir

Óli G. Håk - 18/04/03 11:04 #

Það að flytja gsm símanúmer milli símafyrirtækja verður loks mögulegt nú í sumar.

Matti Á. - 18/04/03 11:18 #

Flott, þá bíð ég þar til það verður mögulegt. Sjáum hvort þessi hótun verður ekki til þess að Og Vodafone menn reyni að halda mér með einhverjum gylliboðum :-)

Einar Örn - 18/04/03 14:54 #

Djöfull er ég ánægður með þig. Ég var svekktur yfir því að þurfa að skipta yfir á ríkisfyrirtæki vegna vinnunnar. En núna sé ég sko ekkert eftir því að hafa hætt hjá TAL :-)

Manchester United og New York Yankees eru í markaðssamstarfi og mynda því mitt "Axis of Evil"

Arnaldur - 18/04/03 22:21 #

Ja hérna! Víða leynist trúin!