Örvitinn

páskadagur

Ég sleppti því alveg að fara í vinnuna í dag. Ætlaði að skjótast í nokkra tíma en fór svo að vinna í garðinum og gat ekki hætt.

Er búinn að vera að grisja og snyrta trén, bæði fyrir framan hús og svo í garðinum. Ákvað að gera þetta almennilega þetta árið, hef verið frekar ragur við að taka af tránum síðustu tvö sumur. Vildi líka hafa dáldið skjól í garðinum, þ.e.a.s. vildi vera í friði fyrir þeim sem ganga framhjá. Núna vona ég bara að þetta taki vel við sér í sumar, laufgist dálítið.

Annars er nauðsynlegt að fara reglulega yfir þetta, grisja allt sem er orðið dautt og ríflega það

Búinn að borða óþarflega mikið af páskaegginu okkar í dag. Ég fékk Nóa páskaegg nr. 7 frá vinnunni sem við hjónin deilum. Það er ljóst að ég fæ myndarlega bólu í andlitið á næstu dögum. Það gerist alltaf :-| Kolla fékk púkapáskegg og er alsæl með fótboltapúkann sinn, já þennan sem var tekinn úr sölu.

Er núna rjóður í kinnum eftir að hafa unnið erfiðisvinnu í nokkra tíma. Mætti gera meira af því.

Nýjar myndir komnar á myndasíðuna.

dagbók