Örvitinn

Hér er ekkert að sjá

Hér er ekkert að gerast.

Sumarið komið og tvær vikur í útgáfu, spurning hvort það séu fjórar vikur í afslöppun.

Alþingiskosningar nálgast. Ef ég ætti að kjósa útfrá því sem kemur mér og mínum best er valið einfalt.

Af hverju ætti ég ekki að kjósa útfrá því sem kemur mér og mínum best?

Hvað segið þið annars gott?

dagbók
Athugasemdir

Regin - 22/04/03 16:24 #

Og hvað kemur þér best?

Matti Á. - 22/04/03 16:31 #

Það fer eftir því hvernig leikurinn gengur ;-)

Annars var ég að spá hvort þessi pæling um hvort maður eigi að kjósa eftir samvisku sinni eða sérhagsmunum sé ekki ágætt dæmi í leikjafræði? Hvað græði ég á að fara eftir samvisku ef allir aðrir kjósa eftir sérhagsmunum?

Eggert - 22/04/03 23:15 #

Ef allir aðrir fara eftir sérhagsmunum skiptir þitt atkvæði engu máli, svo þú getur rólegur farið eftir samviskunni.

Matti Á. - 22/04/03 23:23 #

Reyndar skiptir mitt atkvæði þannig talað engu máli, sama hvað aðrir gera.