Örvitinn

Hvað gerði Jesú sumardaginn fyrsta?

Á heimasíðu ÍTR fann ég dagskrá sumardagsins fyrsta. Þarna eru fastir liðir eins og venjulega, skrúðganga, leiktæki, trúðar og töframenn og svo að sjálfsögðu Gvuðþjónustur!

(smá útúrdúr, hvað er málið að dagskráin sé sett á vefinn í formi gif myndar?)

Það sem vekur athygli mína er að í Breiðholti og Bústaðahverfi eru Lútherskar Gvuðþjónustur hluti af skipulagðri (auglýstri) dagskrá. Nákvæmlega hvernig tengist þessu dagur kristinni trú og hvernig stendur á því að dagskrá á vegum ÍTR er skipulögð á þennan hátt?

Hvað með öll hin hverfin, er verið að senda mér einhver skilaboð? Bý ég í Kristnu hverfi, á ég að flytja í vesturbæinn eða Grafarvog. Hvað með alla íbúa þessara hverfa (sérstaklega Seljahverfis) sem eru annarar trúar?

Ég hef ekkert á móti því að trúarnöttarar þessa lands hittist og kyrji saman galdraþulur hvenær sem þeim hentar, en ég sé ekki að þetta eigi heima í dagskrá sem er skipulögð og auglýst af ÍTR.

16:20
Í Seljahverfi endaði skrúðgangan í Kirkjunni þar sem haldin var Gvuðsþjónusta! Eftir það hófst skemmtun. Finnst fólki þetta eðlilegt?

efahyggja
Athugasemdir

Eggert - 24/04/03 23:06 #

Neibb, þetta er asnalegt. Eru það skátarnir sem eru þarna að verki? Ég held a.m.k. að sumardaginn fyrsta séu skátamessur?

Matti Á. - 25/04/03 11:04 #

Skátarnir standa náttúrulega að þessu, en ég held þeir séu fengnir til þess að sjá um þetta fyrir hönd borgar. Annars veit ég lítið um þetta, þetta var bara svo heppilegt sumardagsröfl ;-)