Örvitinn

Æi hvað ég get verið leiðinlegur

Ég fæ næstum því móral.

Næstum því.

"Ruddinn sem leggur einhvern í einelti" skrifar uppáhaldstrúarnöttarinn minn.

Matt hefur ítrekað nú undanfarið fjallað um meinta heimsku mín og getuleysi í rökfræði skilnigsleys o.s.frv.
Meira hér og hér.

Bro er sár vegna þess að ég svaraði þessari fullyrðingu hans


Þetta er ykkar [trúleysingja] stóri sannleikur og hann stígur ykkur til höfuðs og leiðir til þess að þið talið um trúmenn með sama hætti og kynþáttahatarnir um blökkumenn

með fullyrðingu sem ég held að hljóti að teljast fullkomin rökleysa.. en bro er víst ekki sammála.

Enda ertu kjáni, líkt og barnaníðingar eru kjánar.

Tilgangur þessa svars hjá mér var að benda bro á hverslags rugl þetta væri hjá honum, það væri ekkert vit í því að bendla trúleysingja við kynþáttahatara. Það væri bara rökleysa. Í stað þess að taka því þannig móðgast maðurinn sárlega.

Er ég voðalega vondur maður :-|

efahyggja
Athugasemdir

Hulda Katrín - 29/04/03 09:15 #

Sæll. Staðreyndin er bara einfaldlega sú með þessa blessuðu trúmenn sem hanga á strikinu að þeir munu aldrei láta segjast í einu né neinu. Það er bara tilgangsleysa að ræða þetta þarna. Úff, ég dáist að ykkur að nenna þessu endalaust! Samt verð ég að játa það að ef blessaður karlinn hann Jeremías væri enn á strikinu þá myndi ég nenna þessu, sennilega fram í rauðan dauðan. En hann hafði líka einstakt lag á því að kalla fram sterk viðbrögð - maður náttúrulega varð að svara honum og "rífast" við hann. Enda nokkurs konar tákngervingur fyrir margt af því fáranlegasta sem lýðst í Kristnum trúarbrögðum í dag. Þetta er bara hlægilegt þegar fólk er að hlaupa til á strikunu og móðgast. Blátt áfram bráðspaugilegt. bestu kveðjur, Hulda Katrín

Matti Á. - 29/04/03 11:33 #

Auðvitað er það bilun að rökræða við trúmenn á trúmálastrikinu. Ég hef reynt að kúpla mig út úr þessu undanfarið en dett alltaf í einhverjar rökræður af og til. Nú síðast reyndi ég að segja sem minnst en gat ekki þagað. Ég á líka stundum svo erfitt með að trúa því að bro sé fullkomin alvara þegar hann virðist ekki skilja einföldustu samlíkingar. Hver veit, kannski er bro einhver trúleysingi undir dulnefni að grínast í mér :-)

Jeremías hætti skyndilega á sínum tíma þegar í ljós kom að hann var líka að nota annað notendanafn þar sem hann lét ansi stórkallalega! Þegar upp hann komst lét hann sig hverfa greyið :-)