Örvitinn

Núðludans

Þegar ég er í vandræðum dansa ég núðludans. Ég fæ alltaf góðar hugmyndir þegar ég dansa núðludansinn.

Morgunsjónvarp barnanna klikkar ekki.

dagbók
Athugasemdir

Eggert - 28/04/03 00:54 #

Mér finnst, merkilegt nokk, þetta vera með betra barnaefni sem maður sér. Skárra en hitt Disney dótið í Disney stundinni. Sérstaklega Guffi og félagar. Fiskarnir dóttur minnar heita m.a.s. eftir gælufiski otrana. Kúla. Þeir heita báðir sama nafni. Stundum heitir annar 'Annar kúla'. Stundum reynir hún að skapa fjölskyldu úr þeim, 'kúlupabbi og kúlumamma'.

Matti Á. - 28/04/03 09:37 #

Ég er sammmála því, otrastundin er eðal barnaefni. Þokkalega gáfulegir þættir, jákvæður boðskapur í gangi og ekkert rugl. Svo er þáttur um einhvern hund, sem ég man ekki hvað heitir (Kobbi?)... og svo náttúrulega þátturinn um skjaldbökuna, sem ég man ekki hvað heitir :-) (Franklin?)

Eggert - 28/04/03 15:37 #

Pekkóla er líka vinsæll. Mörgæs sem er kassi. Annars finnst mér barnaefnið á stöð 2 allt vera frekar lélegt. Nema Titch, sem er svona einhver leikbrúðumynd um lítinn strák á hjóli. Þú kannt annars nöfnin, enda varla annað hægt - helgarmorgnar, eh?

Matti Á. - 28/04/03 15:54 #

Sunnudagsmorgnar eru mínir morgnar :-) Við erum ekki með stöð 2 þannig að morgunsjónvarp Rúv á sunnudagsmorgnum er það sem ég þekki.