Örvitinn

Ég hugsa, þess vegna er ég ekki feministi

Feministar ætla að marsera á baráttudegi verkalíðsins. Ég ætla að vinna, það verður mitt innlegg. Vinn til að sýna samstöðu. Annars gengur 1. maí ekkert út á baráttu verkalíðsins held ég, þetta er fyrst og fremst almennur dagur mótmæla. Þarna safnast þeir saman sem einhverju vilja mótmæla. Verst að enginn mótmælir alvöru hlutum eins og t.d. reykingum á skemmtistöðum eða sambandi ríkis og kirkju. "Bönnum reykingar á almannafæri" "skjótum reykingarfólk" (úbbs, það má víst bara tala um að skjóta kapítalista, það er víst mjög fyndið þegar kommúnistar segja það)

Í göngunni verða bolir til sölu sem ég geri ráð fyrir að margir feministar muni skarta. "Ég hugsa - þess vegna er ég feministi" er eitt slagorðið. Snúið út úr einni frægustu frumsetningu heimspekinnar, "ég hugsa þess vegna er ég" - cogito ergo sum, sem Descartes setti fram eftir að hafa velt tilverunni fyrir sér. Ég efast um að feministar hafi velt þessu slagorði mikið fyrir sér.

Ástæðan er sú að flestir sem sjá þetta lesa ekki tilvísun í Descartes heldur að verið sé að gera lítið úr þeim sem ekki skilgreina sig sem feminista. Ég hugsa þess vegna er ég feministi, þú ert ekki feministi vegna þess að þú hugsar ekki. Þessi hugsanahroki birtist ansi reglulega, þeir sem ekki eru á þinni skoðun hugsa ekki.

Af hverju ganga feministar aftast í göngunni allir í bleiku? Hvað varð um baráttuna gegn staðalímyndum. Af hverju ekki öll í bláum bolum, það hefði mér þótt miklu flottara og betra statement.

Margir myndu segja að ég hafi varla efni á því að saka aðra um hroka, enda hrokafullur andskoti sjálfur. Skilaboð mín til þeirra eru einföld. Þið eruð bjánar, ég er miklu klárari en þið og tek ekki mark á þessu kjaftæði. Reynið að hugsa aðeins. :-)

feminismi
Athugasemdir

Salvör - 30/04/03 11:53 #

ég er líka hrikalega mikið á móti reykingum og óbeinum reykingaauglýsingum. Þú lætur mig vita þegar þú skipuleggur göngu reykingarmótmælenda:)

en það er bara fínt að allir hafi sín slagorð og þú hefðir alveg mátt vera í bláum bol í göngunni, það væri svona blábolafemínismi.

Og svo er bara að sætta sig við að maður getur ekki unnið alla. Mér finnst þetta slógan gott:

"Ég er femínisti, get over it"

Matti Á. - 30/04/03 12:40 #

Salvör, ég er sammála, "ég er femínisti, get over it" er fínt slagorð.

Einar, takk fyrir. Nákvæmlega það sem mig vantaði þar sem ég keyri þennan vef á soddan tölvuskruddu gerist það frekar oft að athugasemdir eru settar inn oftar einu sinni.