Örvitinn

Öfgakjaftæði

Ég skil ekki af hverju fólk er hrifið af greininni hans Sverris Jakobs á múrnum.

Ég sé bara skítkast og útúrsnúninga, svona í stíl við margt annað sem hann hefur skrifað undanfarið.

Var einhver málefnaleg gagnrýni í þessari grein? Ekki sá ég hana.

Einu öfgarnar sem ég hræðist (svo ég tali nú fyrir sjálfan mig) eru öfgarnar sem Sverrir á sameiginlegar með öfgafemininstum. Það má ekki rökræða við þau. Þeir sem ekki eru sammála þeim eru ipso facto vondir fáfróðir einstaklingar. Öfgafeministar fara í taugarnar á mér vegna þess að þeir eru ekki tilbúnir til að ræða hugmyndir.

Annars finnst mér áhugavert að fylgjast með þessari feminstaumræðu síðustu daga. Ég sé nefnilega ekki betur en að meira máli skipti hver skrifar heldur en hvað er skrifað. Einn fær skammir en annar lof þrátt fyrir að í grundvallaratriðum séu þeir að segja sama hlutinn. Getur verið að sumir séu að láta pólitíska fordóma sína hafa áhrif á það hvernig þeir hlusta og lesa?

pólitík
Athugasemdir

Hinn öfgavíðsýni Már Örlygsson - 02/05/03 18:13 #

Mér fannst skemmtilegt við þessa grein að ég get tekið sumt í henni til mín, og Sverrir mætti taka sumt í henni til sín, og sama gildir um okkur öll. Fyrir mér var þetta fyrst og fremst gagnleg hugleiðing óháð því hvort maður væri sammála einstökum efnisatriðum hennar. :-)

Matti Á. - 02/05/03 19:26 #

Það er kannski vandamálið, ég get ekki tekið neitt til mín :-)

Erna - 06/05/03 01:24 #

Greinin var vel skrifuð, og jú ég sá sjálfa mig í henni eins og Már. Pínu svona háðskennd ádeila er nefnilega oft beittari en öll rök. Kannski bendir manni líka á að slappa aðeins af og taka hlutunum ekki svona svakalega hátíðlega!