Örvitinn

argh (fótboltablogg)

Fór á barinn sem einu sinni hét Sportkaffi og horfði á leik Liverpool og Man City. Þetta leit allt svo vel út. Liverpool marki yfir, Chelsea marki undir. Þau úrslit hefðu þýtt að jafntefli myndi duga Liverpool í síðasta leiknum.

City jafnaði, jæja jafntefli var ennþá nóg svo lengi sem Chelsea myndi tapa.

En fjandinn hafi það, Anelka skorar sigurmark City þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Hvað er málið eiginlega.

Nú þarf Liverpool að vinna Chelsea á útivelli í lokaleik tímabilsins. Djöfullinn hafi það. Þetta kætir ekki mitt geð.

Schmeichel er djöfullinn sjálfur, ég segi ykkur það.

boltinn