Örvitinn

Stalst heim í kvöldmat

Stalst heim í kvöldmat áðan. Var ekki búinn að sjá stelpurnar mínar síðan í gærmorgun og var farinn að sakna þeirra :-)

Gyða eldaði súpuna sína, súpan sú arna er alltaf fín, þó ég sé aldrei spenntur fyrir henni fyrirfram. Borða þó alltaf meira en nóg. Ósköp fínt að komast heim, borða og fíflast svo á gólfinu með stelpunum. Yfirleitt er ég í hlutverki bíls eða hests, a.m.k. þarf að vera hægt að hossast á maganum á mér, það er ágætt, styrkir magavöðvana. Kemur samt fyrir að farþegar lenda á viðkvæmum stöðum.

Greip tækifærið og rakaði mig meðan þær burstuðu tennur. Las fyrir Kollu og fór svo aftur í vinnuna.

Þannig var það.

dagbók