Örvitinn

Sunnudagshugvekja

Það er ekkert að ske.

Mætti í vinnu klukkan ellefu. Borðaði hrísgrjón með smá nings gumsi um hálf tvö. Spilaði fussball eftir mat.

Stelpurnar fóru í leikhús að sjá karíus og baktus.

Verð í vinnunni í allan dag og eflaust langt fram á nótt. Skýst í kvöldmat til foreldra minna og hitti liðið.

Tveir dagar til stefnu.

19:40
Kvöldmaturinn hjá foreldrum mínum féll niður, í staðin skelltum við okkur út að borða á Pasta Basta. Það var ágætt, stelpurnar gátu litað á borðið og voru ánægðar með matinn sinn. Ég var ekkert alltaf ánægður með minn mat. Áróra borðaði yfir sig af sjávarréttarsúpunni þannig að hún hlýtur að hafa verið ágæt.

Þegar ég kom aftur í vinnuna var verið að bera KFC í hús. Ég er afskaplega ánægður með að hafa sleppt þeim viðbjóð.

dagbók