Örvitinn

Eru konur eins og kóngulær?

femin_skilti.jpg
Á einni myndinni frá 1. maí göngunni á feministasíðunni heldur kona á skilti sem á stendur: Hvenær verða konur manneskjur?

Þetta er ágæt spurning. Sumir feministar eru nefnilega mjög harðir á því að konur séu allt öðruvísi en karlar. Til sé sérstakur reynsluheimur kvenna, söguna verði að skoða í ljósi kvenna og til séu ákveðin kvenleg fræði. Kvenleg heimssýn. Það mætti stundum halda að kynin séu ekki af sömu dýrategundinni.

Um þetta skrifaði Kristján Kristjánsson skemmtilega ritgerð sem heitir að mig minnir Eru konur eins og kóngulær og birtist í bók hans Þroskakostir. Ég þarf að eignast þá bók, langt síðan ég gluggaði í hana.

Ég held að staða kvenna á Íslandi sé betri en sumar halda. Ekki fullkomin en fjandinn hafi það, miklu betri.

Hvenær verða konur manneskjur? Ég veit það ekki. Ráða þær því ekki bara sjálfar.

feminismi