Örvitinn

Hættulegt fíkniefni

Fangelsisdómur fyrir innflutning á hættulegu fíkniefni staðfestur

Takið eftir að það þarf að lesa í gegnum alla fréttina til að komast að því hvað þetta hættulega fíkniefni er.

dæmdur fyrir innflutning mikils magns hættulegs fíkniefnis til landsins í hagnaðarskyni ... tekið fram að hann væri þannig sannur að sök um innflutning mikils magns hættulegs fíkniefnis til landsins í hagnaðarskyni.

Hvað er hér um að ræða? Heróín, kókaín, amfetamín, alsælu? Nei, hættulega fíkniefnið sem fjallað er um í fréttini er kannabis.

Skyldi þessi áhersla hafa eitthvað að gera með þá umræðu sem átt hefur sér stað um kannabisefni á Íslandi undanfarið?

Það er ljóst að miðað við önnur fíkniefni er kannabisefni frekar hættulítið. Ef svarið við því er að öll fíkniefni séu hættuleg, til hvers að tala þá sérstaklega um hættuleg fíkniefni? Hver verður fyrirsögnin þegar einhver verður dæmdur fyrir að flytja inn heróín. Maður dæmdur fyrir að flytja inn rosalega hættulegt fíkniefni

eiturlyf
Athugasemdir

Einar Örn - 08/05/03 22:42 #

Mér hefur alltaf fundist það einstaklega vitlaus umræða að vera að gera kannabis að einhverju bráðdrepandi efni.

Ef einhver prófar kannabis og finnur að það er býsna meinlaust, af hverju á hann þá að trúa öllum áróðrinum um hin fíkniefnin, sem eru auðvitað stórhættuleg?