Örvitinn

Friðaraðgerðir og kosningar

Af hverju lýkur aðgerðum friðarsinna um leið og búið er að kjósa? Snerist þetta bara um pólitískan áróður? Var tilgangurinn einungis sá að fá stuðning við málstað eins flokks?

Benda niðurstöður kosninga þá ekki til þess að aðgerðirnar hafi ekki heppnast.

Ég hélt það væri meiri hugsjón á bak við þetta.

Annars hljóta Vinstri Grænir að vera skammt á eftir Sjálfstæðisflokknum sem "taparar" þessara kosninga. Eini alvöru stjórnarandstöðuflokkurinn, þeirra helstu málefni búin að tröllríða öllu síðustu mánuði (en þó ekki síðasta mánuð fyrir kosningar). Það hlýtur að teljast lélegt að bæta engu við sig eftir að þeirra mál hafa verið svona mikið í umræðunni. Menn geta vælt um að aðrir hafi eytt miklum peningum, en því er ekki hægt að neita að málefni VG fengu mikið rými í fjölmiðlum fyrir stuttu síðan.

pólitík