Örvitinn

Morgunfréttir

Ég og Kolla röltum á leikskólann í morgun. Höfðum það voðalega gott í sólinni og röbbuðum mikið á leiðinni. Gyða og Inga María fóru af stað á undan okkur, Gyða skutlaði Ingu Maríu til dagmömmu áður en hún fór í vinnuna.

Ég hjólaði í vinnuna, var mættur 9:45 frekar sveittur. Það vantar sturtu hér í CCP, þreif mig með blautu handklæði inni á salerni og notaði svo svitalyktaeyðinn ósparlega. Þarf óneitanlega að komast í ræktina.

Regin minnti mig á að ég hafði hitt Ágústu á föstudagskvöldið. Ég hafði nú eiginlega gleymt því :-|

dagbók
Athugasemdir

Gyða - 12/05/03 12:57 #

Þessu trúi ég þú mannstekkert hvað þú gerðir áföstudagskvöldið!! Gyða í vinnunni

Matti Á. - 12/05/03 13:01 #

Ég man nú flest, því miður :-|

Gyða - 12/05/03 13:56 #

he he jæja greiið mitt ;-) Gyða