Örvitinn

Símtal um miðja nótt

Það er ekki beint glæsilegt að vera vakinn með símtali um miðja nótt. Jafnvel þó það sé bara útaf krísu í vinnunni. Hilmar hringdi, þurfum að redda rollback patch í einum grænum.

Held ég hafi verið að minnsta kosti fimmtán mínútur að átta mig á hlutunum. Sit nú nakinn að neðan niðri í sjónvarpsstofu og er að vinna. Held ég skelli handklæði yfir mig þó fátt sé um áhorfendur.

Fólk fær víst verri símtöl en þetta um miðja nótt.

05:00
Er búinn að gera alla patchana, uppfæra servera og patch síðuna. Get vonandi farið í bælið bráðum, er pínku þreyttur. Svo þarf ég að vakna snemma í fyrramálið nú þegar Gyða er farin að vinna. Ekki hægt að sofa frameftir þegar þannig ber við :-/

06:15
Tralla la, þetta er að fara í loftið. Get farið að sofa rétt bráðum.

13:26
Eins og glöggir lesendur geta séð á tímasetningu þyngdartölu dagsins fékk ég að sofa frameftir. :-)

dagbók