Örvitinn

Blaður

Ég sleppti inniboltanum í gærkvöldi og fór í staðin í World Class og tók létta æfingu. Fyrsti deildarleikurinn með Henson er í kvöld, spilum við Pepsi á gervigrasinu í Laugardal.

Sótti Ingu Maríu og Kollu í gær, Gyða hefur farið með þær á morgnana og ég sæki þær um eftirmiðdaginn. Tókum okkur svo til og þrifum bílinn. Það gekk svona ágætlega, stelpurnar höfðu gaman að því að sulla og hjálpa til. Annars er ég alveg merkilega lélegur í því að þrífa bíla. Alltaf koma í ljós helgidagar þegar bíllinn þornar. Í gær nennti ég ekki að klára það þannig að bíllinn er ekki hreinn, bara minna skítugur eftir síðasta þvott.

15:40
Farinn að sækja stelpurnar...

00:10
Ekki fór þetta neitt alltot vel, töpuðum leiknum 4-2. Pepsi menn voru sterkari, í betra formi og hefðu getað unnið stærri sigur. Við hefðum reyndar líka geta náð að jafna leikinn, vorum sterkari í upphafi síðari hálfleiks og minnkuðum muninn í 2-1, en þá kom slæmur kafli þar sem þeir skorðuðu tvö helvíti ódýr mörk og gerðu út um leikinn. Ég er blóðugur og báðum hjám og vel rispaður á læri. Þarf að vakna sjö í fyrramálið. Held ég fari bráðum að sofa.

dagbók prívat