Örvitinn

Dagbókarfikt - simple comments

Er að fikta í dagbókinni, hún gæti verið í ólagi út daginn.

15:00
Þetta er komið í lag. Var að setja SimpleComments inn til þess að lista trackback ping og athugasemdir í sama listanum. Hér er dæmi. Um leið þurfti ég að breyta vísunum á forsíðu í athugasemdir og ping. Tókst náttúrulega að klúðra þessu í fyrstu tilraunum. Enn eru eflaust einhverjar vísanir í rugli, þar sem vísanir beint á athugasemdir hafa færst til. Ég mun þó laga það þegar ég rekst á það, verra ef einhverjir aðrir hafa vísað beint á athugasemdir hér. Ég man þó ekki eftir því að það hafi gerst.

Eitt vill ég laga, við hverja athugasemd er nafn þess sem á athugasemdina. Þegar fólk setur inn url er vísað á það, en þegar fólk pingar er settur inn linkur beint á færsluna sem pingaði. Ég vill frekar vísa á forsíðu dagbókar í þessum tilvikum en finn ekki einfalda leið til að gera það. Mér finnst nóg að vísa beint á færsluna í athugasemdinni sjálfri (meira). Samkvæmt því hvernig trackback skeytin eru tilgreind sýnist mér þetta ekki vera hægt, nafnið á dagbókinni og linkurinn beint á færsluna er sendur yfir en ekki linkur á forsíðu dagbókar. Æi, þetta skiptir ekki öllu máli.

Einnig tók ég út takmarkanir á því hvaða færslur fara í index.rdf yfirlitið. index.xml er einnþá filteruð þannig að einungis þær færslur sem er hægt að senda á trackback ping fara þangað.

Þeir sem skoða index.rdf munu því njóta þess að fá allt þvaðrið mitt í yfirlitið, þar með talið þyngdartölu dagsins. Ef fólk vill sleppa við að sjá það í yfirlitinu mæli ég með því að það vísi á index.xml í staðinn. Molarnir skoða index.xml

movable type