Örvitinn

molarnir lesa ekki í tímaröð!

Ég var að fikta í uppsetningu á dagbókinni. Nota núna excludecategories plugin til að gera rss yfirlitið. Með því kem ég á einfaldan máta í veg fyrir að færslur í þyngdar eða prívat categorí fari í yfirlitin.

Gallinn við þetta er að þegar ég endursmíða rss yfirlitið kemur einhver gömul færsla á molana, en ekki sú nýjasta. Ekki að þetta skipti miklu máli, ég held að þetta sé ágæt lausn sem ég er kominn með núna og geri ekki ráð fyrir að breyta þessu bráðlega. Þó mun ég eflaust gleyma að setja færslur prívat endrum og eins en það gerir ekkert til. Fólk mun þá bara sjá eitthvað innihaldslaust þvaður hjá mér, held það muni ekki hljóta mikinn skaða af. Prívat þýðir ekki að ég sé að fjalla um prívat mál, það þýðir bara að ég er ekkert að hrópa það yfir lýðinn. Yfirleitt vegna þess að það er of ómerkilegt til að hrópa það yfir nokkurn mann ;-)

Að mínu mati væri þó eðlilegra ef molarnir birtu nýjustu (efstu í listanum) færsluna fyrst.

Uppfærði RSS yfirlitið eftir forskrift Más í leiðinni. Ég ætla samt ekki að uppfæra slóðirnar, sé ekki að það skipti nokkru máli og ef ég uppfæri síðar mun ég halda gömlum færslum í upprunalegu horfi.

vefmál
Athugasemdir

Bjarni Rúnar - 27/05/03 16:07 #

Molarnir raða færslum í þeirri röð sem þær uppgötvast af molakerfinu. Það jafngildir tímaröð í flestum tilfellum, nema þegar verið er að endurskipuleggja vefi og slóðir breytast og margar misgamlar færslur uppgötvast samtímis.

Röðun molanna er háð því að þeirri takmörkun RSS 0.9x staðlanna, að ekki megi vera fleiri en 15 færslur í RSS skjali, sé fylgt.

Matti Á. - 27/05/03 16:12 #

Já ég tók eftir því. Þetta var einmitt að gerast þegar ég var að endurskipuleggja RSS yfirlitið.

Ég las nú yfir kóðann fyrir einhverju síðan og var kominn með það nokkurn vegin á hreint hvernig þetta virkar þó perl sé mér ekki tamt. Þetta virkar vel og ekki nokkur ástæða til að krukka í þessu :-)