Örvitinn

Leikskólafrí - geðbiluð kona á laugaveginum.

Það er starfsdagur á leikskólanum hennar Kollu. Ég tók mér frí í dag til að vera með henni. Við erum stödd í CCP en ætlum að stoppa stutt. Fá okkur hádegismat og rölta svo meira.

Fórum með strætó í bæinn, það finnst Kollu rosa stuð. Röltum svo laugaveginn í góða veðrinu. Mættum konu á miðjum laugavegi sem fór að rabba við Kollu. Ég gerði ráð fyrir að þetta væri kona af leikskólanum eða eitthvað slíkt því hún ávarpaði Kollu eins og hún þekkti hana. Kolla var samt eitthvað feimin. Það var ekki fyrr en eftir svona mínútu sem ég gerði mér grein fyrir því að konan var geðbiluð og þekkti barnið ekki neitt! Leiðinlegt fyrir Kollu vegna þess að maður stoppar nú alltaf og talar við fólk sem maður "þekkir". Þarna gerði ég bara þau mistök að gera ráð fyrir að konan þekkti Kollu þar sem hún kom og heilsaði henni að fyrra bragði. Þegar ég spurði konuna hvort hún þekkti Kollu hunsaði hún mig, lét eins og ég væri ekki til. Ætli konan sé á röltinu útaf lokun einhverra geðdeilda.

Nú ætlum ég og Kolla að rölta upp á svalir á CCP og fá okkur hádegismat í sólinni.

dagbók