Örvitinn

Musteri heimskunnar

Tók þessa mynd á röltinu í dag, set hana hér inn útaf þessum pistli. Myndin er fölsuð, ég fjarlægði ljósastaur sem laumaði sér í miðja mynd.

Hallgrímskirkja

Fyrir ofan aðalinngangin eru þessi skilaboð.

ég ætla að gefa regn á jörð

Ekki er langt síðan einn þjóðkirkjupresturinn kvartaði undan því í mogganum að fólk talaði um veðurguði. Honum þótti það Gvuðlast! Sé ekki betur en þarna sé ástæðan fyrir þeim sárindum fundinn, það er bara einn veðurgvuð. Ætli þessi viti af því? Annars er þetta yfirskrift kirkjulistahátíðar sem nú fer í hönd. Þar er vel farið með skattfé eða hvað!

Annars stakk það mig hversu ljótur aðalinngangur hofsins er. Þetta er eins og hurð á vinnuskúr.

efahyggja