Þórhallur miðill er loddari
Já ég er að hlusta á þáttinn. Þórhallur miðill er ekki bara loddari, hann er lélegur loddari.
Mörgum þykir hann merkilegur og halda jafnvel að hann hafi sagt þeim merkilega hluti. Kjaftæði. Hann notar einfaldar aðferðir en tekst samt yfirleitt að klúðra flestu sem hann gerir. Ef fólk væri ekki bara svona andskoti trúgjarnt væri hlegið að honum. En fólk er fífl.
Fyndnast er þegar hann skýtur út í loftið og hittir ekki (sem er algjört slys því hann skýtur í allar áttir) og fer að rökræða við fólkið. "Mundu þetta" er svo síðasta hálmstráið þegar hann hefur sagt eitthvað sem fólk getur engan vegin tengt við sitt líf. "Mundu þetta" !!!!
Shitt, spáið í því hvað þetta er hrikalega ómerkilegur bransi. Mannandskotinn hefur fé af syrgjandi fólki og hlýtur lof fyrir.
Hlustið á manninn, hlustið með eyrun opin og hugsið. Þetta er bara grín.
Maður í kringum þrítugt ræðir við Þórhall. "Áttu afa sem er farinn" ? "Getur verið að þú hafir verið í kringum hann?" "Getur verið að þú hafir verið erfiður viðureignar?" ... "Já takk fyrir kærlega""Áttu son? Já. Áttu tvo. Nei."
Eldri kona hringir í þáttinn
"Hefurðu haft eitthvað með krakka að gera?"
Nei, þetta er ekki einu sinni fyndið.
Hvernig stendur á því að Þórhallur miðill getur rætt við konu að handan sem "leggur áherslu á" hitt og þetta og "talar um matreiðsluna og potta.." en getur ekki komið honum í skilning um hver hún er? Hvernig stendur á því að Þórhallur miðill hélt að þessi kona væri móðir konunnar sem hringdi inn? Ég gæti skilið þetta ef sambandið væri óskýrt en fjandinn hafi það, Þórhallur talar um stutta fingur og mikla vinnu en hann veit ekki hvað hún heitir. Gvuð minn góður hvað þetta er mikill loddari.
"Ég fæ svo mikil þyngsli fyrir brjóstið"Ég líka... ég líka.
Arnaldur - 04/06/03 13:19 #
Það besta við þetta er að 'skilaboðin' að handan sem Doddi draugur sér um að færa hlustendum sínum eru algjörlega gagnslaust þvaður. Eins og: "Hún segir þér að fara vel með þig", eða: "Þetta mun allt ganga betur með tímanum".
Þetta er auðvitað eðlilegt því það eru engin skilaboð að handan, einungis skilaboð frá Dodda.
Matti Á. - 04/06/03 13:34 #
Það var alveg sérlega vandræðalegt móment í lok þáttarins í gær þegar ung kona sem hafði hringt inn nokkrum sinnum áður spurði hvort hún mætti leggja fyrir hann spurningu.
"Sérðu eitthvað varðandi vinnu?" Þórhallur bað hana að nefna uppáhaldslitinn sinn, þetta endurtók hann þar til þrír litir voru komnir. Eftir smá raus spurði hann eitthvað á þessa leið "ertu ánægð í vinnunni" og konan svaraði um hæl "ég er nú ekki með neina vinnu í augnablikinu". Ástæðan fyrir því að þetta var átakanlegt var að allir hlustendur áttuðu sig á því að konan var atvinnulaus um leið og hún spurði, það heyrðist bara á því hvernig hún setti spurninguna fram. En ekki Doddi miðill og draugagengið hans. Næsta spurning konunnar var um ástarmál, það var jafnvel verra.
En gefum okkur að samtal Dodda við draugana eigi sér stað í alvörunni. Doddi og draugarnir berjast við að tjá hugsanir drauganna, reyna að koma upplýsingum á milli heima um það hver er í kassanum og vill tala við kúnnann. Loks eftir mikið streð sem felst einungis í því að fá blessaðan kúnnann til að segja Dodda hver draugurinn er (því ekki gerir Doddi það) koma einmitt þessi klassísku skilaboð sem þú bendir á "hún segir þér að fara vel með þig". Eftir allt vesenið er þetta öll snilldin. "Hann segir þér að fara vel með bakið á þér".
Kæru vinir, farið vel með ykkur. Þá er það afgreitt, nú getið þið gleymt þessu miðlakukli. Bætum við fyrir þá sem ekki láta segjast: "Ég sé ást, peninga, atvinnu, ferðalög, andlát og fæðingar í kringum ykkur í framtíðinni, ekkert kynlíf reyndar. Kynlífið er búið. Þakka ykkur kærlega fyrir. Takk fyrir, takk takk."
Eggert - 04/06/03 14:25 #
Já, þetta er stórmerkileg aðferð. Mér finnst 'standardarnir' merkilegastir: 'hættu að taka svona mikið inn á þig', og 'þú verður að fara að hugsa meira um sjálfa(n) þig, það gengur ekki alltaf að láta alla aðra ganga fyrir'. Merkilegt hvað ALLIR taka þessu sem akkúrat sniðnum ráðum fyrir þá. Fróðlegt væri að safna saman öllum þessum standördum, sem þurfa engra spurninga við, heldur geta komið svona upp úr þurru. Þeir bjarga honum oft ef hann hefur komið sér í einhverja klípu.