Örvitinn

Kláraði kippu af bjór

Í kvöld kláraði ég kippu af bjór, byrjaði á henni fimmtudaginn síðasta. Hef fengið mér einn bjór í hvert sinn sem ég grilla en drakk reyndar tvo á fimmtudagskvöldið. Það skal tekið fram að þetta var kippa af flöskubjór (33cl).

Það er eitthvað svo viðeigandi að fá sér einn bjór þegar maður stendur yfir grillinu í sólinni á svölunum. Klisja, en viðeigandi.

Kaupi tvær kippur næst svo ölið endist. Ætli ég endi ekki bara sem dagdrykkjumaður eins og Davíð :-)

dagbók prívat
Athugasemdir

Eggert - 11/06/03 10:02 #

Síðast datt ég í það yfir Eurovision. Það var gaman, ég lifði m.a.s. alveg þangað til ég fór active að sofa! Afrek fyrir mig. Bjór varð eftir í ísskápnum þá, svona 8 stykki, þar af hef ég drukkið 3. (takk Egill!) :) Þetta er ömurlegt, bjórdrykkja og barnauppeldi getur varla verið svona mikið tabú. Ég meina, ef börnin venjast því að bjór sé eitthvað sem foreldrarnir fela fyrir þeim, fara þau þá ekki að fela hana fyrir foreldrunum þegar þau fara að sulla? Ég held drykkja á unglingsárum sé líka að hluta til partur af uppreisn gagnvart foreldrum, allt sem er bannað er eftirsóknarvert. Af tveimur slæmum kostum, þá myndi ég frekar vilja vita af drykkju barnanna minna heldur en að frétta af þessu annarsstaðar. Ég ætla ekkert að hella í þau áfengi samt. Nöldur er þetta í mér, enda hef ég engan bjór drukkið í 2 daga.

Matti Á. - 11/06/03 10:30 #

Ég held að dætur mínar hljóti að vera farnar að tengja bjórdrykkju og grillmennsku saman enda fæ ég mér yfirleitt alltaf einn með grillinu. Ég fer að hafa áhyggjur af drykkjunni þegar ég fer að finna afsaknir til þess að kveikja á grillinu; "á ég ekki að rista brauðið á grillinu, það er örugglega miklu betra"