Örvitinn

Vændi - hvar eru fórnarlömbin?

Getur einhver frætt mig um það hvar fórnarlömbin eru í þessu glæpamáli.

Tveir á dag

Brot konunnar er talið varða við 1. málsgrein 206. greinar almennra hegningarlaga en brot mannsins er sagt varða við 1. og 2. málsgrein sömu laga. Játning liggur ekki fyrir í málinu. Hafnfirska sambýlisfólkið flutti til Danmerkur eftir að lögreglan komst á snoðir um rekstur þess. Þetta er í fyrsta sinn sem ákært er fyrir vændi á Íslandi. Sigríður Jósefsdóttir er sækjandi í málinu.
Eru það ekki helst aðrar vændiskonur sem hafa skaðast af starfsemi þessa pars þar sem þau voru að bjóða þessa þjónustu á lægra verði?
Vændiskonan auglýsti þjónustu sína á einkamal.is og skók reyndar vændismarkaðinn þar sem hún bauð lægra verð fyrir skyndikynni en almennt gerðist.

10:50
Siggi vísar á grein á pólitík og er með ítarefni af eigin vef um klám og vændi.

klám
Athugasemdir

Eggert - 11/06/03 10:08 #

Ætli hagsmunasamtök vændiskvenna hafi ítök hjá ákæruvaldinu? Annars held ég að konunnar helsti glæpur hafi verið að koma í fréttir, og draga með því staðreyndina á að þessi atvinnugrein sé stunduð í dagsljósið. Nú vantar bara að einhver fífl tefli konunni fram sem fórnarlambi.