Örvitinn

Fyrirsjáanleg fordæming feministans

Siggi beið spenntur eftir fordæmingu og hann fékk hana frá Salvör.


Ég er eiginlega með tímanum að fyllast meiri og meiri viðbjóð á þeim aðilum sem aðhyllast taumlaust frelsi og frjálshyggju markaðsafla en þykist vera stikkfrí þegar kemur að einhvers konar samfélagslegri ábyrgð.

Mér finnst þetta hlægilegt, ekki fyndið - hlægilegt. Annars er þetta afskaplega sorgleg aðferð margra feminista til að þagga niður óæskileg viðhorf. Þeir sem halda þeim fram eru einfaldlega satanistar*

* satanistar - öfga frjálshyggjumenn. Nýlega virðast þessi hugtök hafa runnið saman hjá ýmsum hópum, þ.m.t. femininstum og umhverfissinnum. Báðir eiga hóparnir það sameiginlegt að þeir eru afskaplega litlir en einhverjir sjá sér hag í að blása upp stærð þeirra málstað sínum til hagbóta. Einu sinni var það svo að ef þú játtir ekki boðskap Kirkjunnar varstu sjálfkrafa satanisti, nú er það þannig að ef þú játar ekki boðskap sumra ertu sjálfkrafa öfgafullur frjálshyggjumaður.

feminismi
Athugasemdir

Már Örlygsson - 18/06/03 17:08 #

Furðuleg færsla finnst mér. Þú hlýtur að geta verið ósammála Salvöru og skoðanasystkinum hennar án þess að mála rökræðuna í þessum æpandi litum. Maður líttu þér nær með það sem þú ert að gagnrýna hjá Salvöru. :-)

Matti Á. - 18/06/03 17:15 #

Furðuleg athugasemd finnst mér, má maður ekki nota æpandi liti þegar það sem á að teikna er æpandi? Texti sá sem ég vitna í úr athugasemd Salvarar er ekki á nokkurn hátt tekinn úr samhengi. Orðið "viðbjóður" er til að mynda ansi litríkt.

Er það ímyndun í mér að sífellt sé verið að bendla menn við "öfga frjálshyggju" þegar þeir koma fram með sjónarhorn sem ekki er í samræmi við þá línu sem t.d. feministar boða?

Ragnar - 18/06/03 17:26 #

Fólk náttúrlega kýs sér sjálft hvaða orð annarra þeir taka til sín (...og nærri sér kannski?)

Matti - 18/06/03 17:30 #

Ég játa það að ég tek það nokkuð nærri mér að Salvör virðist fyllast viðbjóði gagnvart mér þar sem ég er ekki sömu skoðunar og hún í þessari vændisumræðu.

Það er ekki þar með sagt að ég sé öfga frjálshyggjumaður, eiginlega langt frá því. En ég er ekki heldur satanisti þó til séu trúmenn sem halda því fram.

Már Örlygsson - 18/06/03 17:46 #

Matti: þykist þú "vera stikkfrí þegar kemur að einhvers konar samfélagslegri ábyrgð"?

Taktu eftir að það var þess lags fólk sem fyllti Salvöru viðbjóði, en ekki allir þeir sem "aðhyllast frelsi og frjálshyggju markaðsafla".

Skemmtilegt annars að hafa í huga að Salvör á quasi-frægan bróður sem er svolítið taumlaus þegar kemur að hugmyndum um "frjálshyggju markaðsaflanna" :-)

Matti - 18/06/03 17:58 #

Ég tek lýsinguna ekki til mín, þess vegna var ég nú með þessa misheppnuðu líkingu við satanista.

Rökleysan sem ég höfða til hljómar eitthvað í þessa áttina: a) "Gvuð er ekki til" b) "Þú heldur að Gvuð sé ekki til, satanistar halda líka Gvuð sé ekki almáttugur, því ert þú satanisti og ég fyllist viðbjóði gagnvart þeim aðilum sem aðhyllast satan og bera ekki virðingu fyrir neinu góðu."

Það er því ekki beinlínis viðbjóðurinn sjálfur sem ég tek til mín heldur það að hún skuli setja þetta fram sem svar við skrifum sem ég tek heilshugar undir.

Hr. Muzak - 19/06/03 13:22 #

Ég þakka þér fyrir að ákveða fyrir mig og alla aðra umhverfissinna hvernig við skilgreinum frjálshyggju... Nú þarf ég þess greinilega ekki sjálfur... :)

Matti - 19/06/03 13:26 #

Ekki hlusta á það sem ég segi, hlustið á það sem ég er að reyna að segja :-P

Hr. Muzak - 19/06/03 18:51 #

Ég veit Matti, ég veit... :) ÉG var nú bara að höggva viljandi í smámuni...