Örvitinn

Spítaladagur

Það er ekki nóg með að Inga María hafi fengið rör í eyrun í morgun heldur fengum við símtal frá leikskólanum hennar Kollu í dag og hafði hún fengið gat á höfuðið. Drengur einn hafði hent stórgrýti í höfuð hennar þannig að myndaðist sár. Ég vakti því Ingu Maríu af eftirmiðdagslúrnum og fór og sótti Kollu og skundaði með stelpurnar á slysavaktina.

Þetta var svosem ekki mikið, sárið var lítið og dugði að líma það saman, ekkert þurfti að sauma. Kolla kvartaði ekki enda er hún óvenjulega hraust barn. Helsta vesenið var að velja verðlaun í lokin, Inga María fékk líka verðlaun og átti erfitt með að sætta sig við að mega bara fá einn hlut. Gekk hún því út með tvo hluti þrátt fyrir að hafa bara komið með. Æi, hún stóð sig svo vel í morgun að hún átti þetta líka skilið.

dagbók prívat