Örvitinn

Það sem af er helgi

Áróra Ósk á hestbaki
Hófum gærdaginn á því að fara á reiðsýningu þar sem Áróra sýndi listir sínar en hún er búin að vera á tveggja vikna reiðnámskeiði. Ég tók nokkrar myndir.

Eftir það fór Áróra í sumarbústað með Hrafnhildi vinkonu sinni og hennar fjölskyldu. Við hin fórum í hádegiskaffi til tengdó, foreldrar mínir komu líka.

Gyða kíkti svo í vinnuna um eftirmiðdaginn en ég og stelpurnar fórum til foreldra minna þar sem ég fékk lánaða sláttuvél. Stöldruðum þar í smá tíma og fórum svo að versla áður en við sóttum Gyðu í vinnuna.

Skunduðum þá heim á leið þar sem ég skellti kjúkling á grillið. Eftir mat fór ég svo út í garð að slá. Kvöldinu lauk svo á videóglápi.

Inga María vaknaði ansi oft síðustu nótt og það er ekki alveg laust við að ég sé sibbinn núna, Inga María fór samt ekki á fætur fyrr en hálf níu þannig að ég þurfti ekki að vakna of snemma minn morgun.

Í dag ætlar Gyða að kíkja í heimsókn til Siggu vinkonu sinnar sem eignaðist stúlku 2. júní. Við munum fara í kvöldmat til foreldra minna eins og ávallt á Sunnudögum og kvöld mun ég svo spila leik með Henson á gervigrasinu ásvöllum Hafnafirði en þar mætum við FC Kidda.

prívat