Örvitinn

Ég kann ekki að spila golf

Er að fara að spila golf með vinnunni á eftir. Þetta á eftir að verða ævintýralegt.

Ég hef ekki slegið golfkúlu í sextán ár. Ég fékk golfáhuga þrettán-fjórtán ára gutti og dundaði mér við að slá kúlur í garðinum hjá ömmu og afa á Stekkjaflötinni. Það gekk ágætlega, ég vippaði kúlum fram og til baka. Rölti svo yfir á knattspyrnuvöll stjörnunnar og prófaði meira, náði stundum að skjóta furðulega langt og vel að eigin mati.

Hvað um það, síðasta golfskot mitt var með níu járni í garðinum hjá ömmu og afa. Ég fór í annan enda garðsins og sló kúluna yfir í hinn endann, þetta högg heppnaðist afskaplega vel og boltinn flaug í háum boga yfir garðinn og endaði í rúðu nágranna með samliggjandi garð. Sem betur fer voru þau ekki heima, þannig að ég slapp við þá skömm. Afi tilkynnti þeim þetta, en ég hef semsagt ekki iðkað þetta sport síðan.

Ég á ekki von á fögrum tilþrifum á eftir, markmiðið er að hafa gaman að þessu. Bjórinn mun hjálpa sjá til að það markmið náist :-P

dagbók
Athugasemdir

JBJ - 27/06/03 15:34 #

Jújú.. ætli bjórinn setji ekki nauðsynlega mýkt í sveifluna hjá þér?

Matti Á. - 30/06/03 10:54 #

Ég drakk nú bara einn bjór fyrir golf enda vorum við frekar snemma á ferðinni.

Golfið gekk furðulega vel, oft tókst mér að hitta boltann og láta hann fljúga í fögrum boga í áttina að holu.