Örvitinn

Vændi er ofbeldi - kunnuglegur kúnni

Er nektardans vændi?

Er vændi ofbeldi?

kúnni á leiðinni á Goldfinger
Skrítið hvað heimurinn er bæði afstæður og ekki afstæður. Annars vegar þarf að vega og meta allt með ákveðnum gleraugum en hins vegar er hrópað hátt og snjallt að þetta sé svona og hitt sé hinsegin. Jafnvel birtar myndir af glæpamönnum því nektardans er jú vændi og vændi er ofbeldi og enginn deilir um að ofbeldi er glæpur.

Er ekki einhver þversögn fólgin í þessu?

Mér finnst ég kannast við kúnnann á fyrstu myndinni.

feminismi klám
Athugasemdir

Salvör - 30/06/03 11:58 #

Ef þú kannast við manninn, viltu þá í guðanna bænum halda því fyrir þig og alls ekki birta það neins staðar. Ég tók þessa mynd, reyndar var þetta mynd af Höllu, hún er orðin svo sviðsfíkin eftir að hún varð fræg í Fólk með Sirrý um daginn, hún heimtaði að ég tæki af henni mynd og stillti sér fyrir framan leigubíl með manni sem var að koma á staðinn og væntanlega að nýta sér þá þjónustu sam þar er seld. Ég reyndi að breyta myndinni eins og ég gat til að maðurinn þekktist ekki en svona myndataka og myndvinnsla er tjáningarform hjá mér og ég lýsti líka upp manninn í bílnum. Tjáningin er er fólgin í því er að ég sýna að við viljum að kastljósið beinist að kúnnanum - ekki að stúlkunum sem dansa við súlur og í einkadansi. Við viljum að þegar fjölmiðlaumræða sé um þessa staði þá sé brugðið upp myndum af viðskiptavinum - ekki af súludansi.

p.s. ætla að athuga hvort ég get ekki gert myndina ennþá óskýrari. Mér finnst mjög mikilvægt að maðurinn þekkist ekki. Ég hugsa að hann vildi það ekki. Samt skrýtið að sömu menn og lít á svona súludans og/eða einkadans sem nokkurs konar listrænan dans sem það borgar fyrir skuli skammast sín svona mikið fyrir að sækja slíka "listviðburði".

Matti Á. - 30/06/03 12:13 #

Ekki skal ég gefa upp hver maðurinn er enda gæti ég haft rangt fyrir mér.

Ég held að enginn haldi því fram í alvöru að þetta séu listviðburðir. Að sjálfsögðu eru menn að svala þarna ákveðinni fíkn og staðan er nú þannig í dag að þessi fíkn er fordæmd. Hvort sem það heitir nektardans eða vændi þá er litið niður á þá menn sem í það sækjast, jafnvel þó þarna séu fullorðnir karlmenn að leita eftir að fullnægja eðlilegum þörfum sem þeir geta væntanlega ekki fullnægt annars staðar.

Ég veit ekki hver lausnin er, það væri hægt að gelda þess menn, einhverjir væru eflaust ánægðastir með þá lausn en ég tel satt best að segja að ef hægt er að sjá til þess að allir sem veita þessa þjónustu geri það ótilneyddir sé þetta ekki vandamál.

En svo eru aðrir sem telja að þeir sem veita þjónustu af þessu tagi, hvort sem um er að ræða nektardans eða vændi, geri það af óeðlilegum hvötum og að þetta fólk þurfi að vernda, ef ekki fyrir öðrum þá allavega fyrir sjálfu sér.